Altæk fátækt og viðmiðunarfátækt

Einu sinni var til altæk fátækt á Íslandi. Bók Tryggva Emilssonar er um þann tíma þegar fátæklingar voru umkomulausir. Þeir tímar eru liðnir.

Þótt eflaust séu til stök dæmi um altæka fátækt hér á landi eru það algjörar undantekningar. Við breytum ekki samfélaginu vegna undantekninga.

Fátækt sem er til umræðu í dag er viðmiðunarfátækt. Hópar sem búa við skertar bjargir, t.d. öryrkjar, eiga minna á milli handanna en Meðal-Jóninn.

Umræða um viðmiðunarfátækt og úrræði við henni eru hluti af reglulegri skoðun á því hvernig við viljum haga samfélagi okkar.

Við leysum aldrei viðmiðunarfátækt, hún verður með okkur á meðan við kunnum hlutfallareikning. Spurningin er við hvað skal miðað annars vegar og hins vegar hvernig skal bregðast við. Og það er verkefni stjórnmálanna.


mbl.is Fátækt stelur draumum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrefalt hlutverk þingmanna og orðspor alþingis

Þingmenn á hverjum tíma ber ábyrgð á yfirbragði þingstarfa. Þingmenn eru í þreföldu hlutverki; að setja lög, veita ríkisvaldinu aðhald og taka þátt í almennri stjórnmálaumræðu.

Almenna stjórnmálaumræðan einkennist um of af hnútukasti og persónulegu skítkasti sem gerir ekkert annað en að draga þingstörf ofan í svaðið.

Það er í höndum þingmanna sjálfra að bæta þingmenninguna - og pólitíska umræðu í leiðinni.


mbl.is Vill ekki vera stimpilklukka fyrir aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baltasar, Aumingja-Bjartur og hinir vangefnu

Tvær meginútgáfur eru til af Bjarti í Sumarhúsum, höfuðpersónu Sjálfstæðs fólks. Sú yngri, sem vinstrimenn halda upp á, er Aumingja-Bjartur; ógeðfelldur þrælahaldari, fávís um tilgangsleysi brauðstritsins og steypir öllum nálægt sér í glötun.

Eldri útgáfan af Bjarti endurspeglar bókarhluta Sjálfstæðs fólks: Landnámsmaður Íslands, Skuldlaust bú, Erfiðir tímar og Veltiár. Bjartur er í þeirri útgáfu raunsannur fulltrúi margra kynslóða íslenska sveitasamfélagsins sem áttu sér það sameiginlega markmið að fara fyrir búi - verða bændur og húsfreyjur. Átti maður ekki bú var lífshlaupið misheppnað. Nánast var jafnaðarmerki á milli þess að eiga bú og eiga fjölskyldu. Búskussi þótti meiri maður en duglegt hjú. Búið skildi á milli manndóms og fjötra vinnumennsku.

Baltasar er reykvískur kvikmyndagerðarmaður. Um þann hóp segir Óttar Guðmundsson geðlæknir:

Á undanförnum árum hafa ungir kvikmyndagerðarmenn sýnt nokkrar keimlíkar bíómyndir um lífið í litlu þorpi úti á landi. Ungur Reykvíkingur fer í heimsókn til ættingja í afskekktum firði. Þar verður hann vitni að gegndarlausu fylleríi, kynsvalli og venjulega einni jarðarför. [...] Þorpsbúar eru einfalt og barnalegt fólk sem verður að hella í sig áfengi til að geta afborið fábreytileikann.

Meiri líkur en minni eru að við fáum Aumingja-Bjart í meðförum Baltasar. Vangefið landsbyggðarfólk er betri söluvara á mölinni en trúverðug lýsing á mannlífi íslensku sveitarinnar forðum daga.


mbl.is Baltasar leikstýrir Sjálfstæðu fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband