Ferðaþjónustan er sníkjudýr

Enginn ferðamaður kemur hingað í þeim tilgangi að sækja heim ferðaþjónustufyrirtæki. Útlendingar koma til Íslands vegna lands og þjóðar. Og ferðaþjónustan gerði nákvæmlega ekkert til að skapa Ísland eða þjóðina sem þar býr.

Á máli hagfræðinnar er ferðaþjónustan sníkjudýr; lifir á landi sem hún hvorki bjó til né getur gert nokkurt tilkall til að ráðstafa.

Ferðaþjónustan bítur höfuðið af skömminni með því að berjast um hæl og hnakka gegn sanngjarnri skattlagningu á atvinnugreinina.


mbl.is Ferðaþjónustan fagnar sjávarútvegsnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varanleg heimska ESB-sinna á Íslandi

Varanleg undanþága frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins fæst ekki. Og hefur aldrei fengist frá því að sú stefna var tekin upp, sem var rétt áður en strandríkin Írland, Bretland og Danmörk gengu til samninga um aðild að sambandinu á áttunda áratug síðustu aldar.

Íslenskir ESB-sinnar neita þessari bláköldu staðreynd: yfirráðin yfir fiskimiðum við Ísland færu undir stjórn Brussel við inngöngu.

Varanleg undanþága frá fiskveiðistjórnun ESB fæst ekki. En heimska ESB-sinna meðal Frónbúa er varanleg.


mbl.is Varanleg undanþága ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk ríkisstjórn, kjúllar í stjórnarandstöðu

Ríkisstjórnarvald ræðst af viðnáminu sem það fær í stjórnarandstöðunni og úti í þjóðfélaginu. Ef stjórnarandstaðan er í samhljómi við andstöðu í samfélaginu veikist ríkisstjórnarvaldið en styrkist að sama skapi ef umræða stjórnarandstöðunnar er út í móa.

Upphlaupið í kringum saklausa spurningu Páls Magnússonar um tillögur stjórnarandstöðunnar í fiskveiðistjórnunarkerfinu sýnir stjórnarandstöðuna í kjánalegu ljósi. Birgitta pírati talar um alvarlega misbeitingu valds þegar Páll gerði það eitt að spyrja.

Stjórnarandstaða í móðursýkislegri leit að einhverju, bara einhverju, til að finna höggstað á ríkisstjórninni er ekki starfi sínu vaxin. Slík stjórnarandstaða veitir álíka viðnám og gatasigti heldur aftur af vatnsbunu.

Upphlaupið vegna orða Páls Magnússonar veldur kjánahrolli. Er það virkilega svo að bitastæðasta gagnrýnin á ríkisstjórnarmeirihlutann sé hvort stjórnarþingmenn spyrji spurninga eða ekki?


mbl.is „Þetta var engin krafa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband