Gunnar Smári; firring, svik og sósíalismi

Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður er sá þriðji úr sömu fjölskyldu sem tapar peningum á atvinnurekstri Gunnars Smára nýorðins sósíalista. Ingi Freyr skrifar um Gunnar Smára:

Eiginlega er ótrúlegt að fylgjast með þessu, hvílíkt taktleysi og firring; það er eins og maðurinn kunni ekki að staldra aðeins við og skammast sín og spyrja sjálfan um erindi sitt til að taka þátt í stjórnmálastarfi miðað við skaðann sem síðasta ævintýri hans hefur valdið venjulegu fólki sem hann vill nú vinna fyrir sem stjórnmálamaður.

Á mánudag stofnar Gunnar Smári sósíalistaflokk til að gera byltingu. Hann ætti að byrja á sjálfum sér. Til þess þarf ekki stjórnmálaflokk. 


Samfélagsmiðlar og siðfræði kjarabaráttu

Siðaráð Kennarafélags Íslands beinir tilmælum til kennara að þeir ræði sín á milli stöðu umræðunnar innan stéttarinnar. Í orðsendingu siðaráðsins segir m.a.:

Tilkoma samfélagsmiðla þar sem auðvelt er að koma skoðunum sínum á framfæri hafa til dæmis gert mörk einkalífs og vinnu óljósari sem og skoðanaskipti beinskeyttari.

Þrjár síðustu reglur siðareglna kennara fylgja með en þær lúta að innbyrðis samskiptum kennara.

 

  • Vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt.
  • Sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.
  • Gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar.

Samfélagsmiðlar auðvelda fólki að hafa skoðun, þar með talið um kjarabaráttu. Samfélagsmiðlar eru opnir allan sólarhringinn alla daga ársins. Þeir sem gefa sig í félagsstörf fá aldrei frí frá umræðunni.

Og umræðan er óvægin, ekki síst hjá kennurum. Eftir því sem magnið eykst myndast hvati til að taka sterkara til orða. Vammir og skammir og samsæriskenningar eru daglegt brauð í umræðuhópum kennara á fésbók.

Þess vegna þarf umræðu um umræðuna.

 

 

 


Bloggfærslur 28. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband