Costco-áhrifin

Í næsta mánuði opnar í Garðabæ ein stærsta smásöluverslun í heimi. Costco býður einnig eldsneyti. Líklegt er að Hagar telji nauðsynlegt að mæta Costco í sem flestum vöruflokkum og kaupi þess vegna Olís.

Costco eykur samkeppni í smásöluverslun sem er í höndum örfárra aðila sem skipta markaðnum bróðurlega á milli sín.

Aukin samkeppni ætti að leiða til aukinnar hagræðingar og lægra vöruverðs.


mbl.is Hagar kaupa Olíuverzlun Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lygarar til leigu í ferðaþjónustunni

Lygarar til leigu, stundum kallaðir almannatenglar, eru komnir í verktöku hjá ferðaþjónustunni til að útmála hrun atvinnugreinarinnar ef hún greiðir skatta eins og önnur starfsemi í atvinnulífinu.

Lygarar til leigu, oft fyrrum fjölmiðlamenn, búa að kunnáttu og samböndum til að setja á flot falsfréttir í þágu verkkaupa. Fjölmiðlar gína við enda undirmannaðir og í sífelldum efnisskorti.

Á næstunni má búast við flaumi falsfrétta um óheyrileg vandræði ferðaþjónustunnar. Jafnvel þeir trúgjörnustu mega hafa sig alla við að innbyrða ósköpin.


mbl.is Hótel verða rekin með tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin og tvær rangar hugmyndir

Tvær rangar hugmyndir urðu Samfylkingunni að falli. Sú fyrri er að Samfylkingin yrði að koma sér upp auðmannabandalagi. Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur árið 2003 boðaði bandalag auðmanna og Samfylkingar. Jafnaðarmannaflokkur sem gengur auðmönnum á hönd er vitanlega eitthvað allt annað en, tja, jafnaðarmannaflokkur.

Seinni ranga hugmyndin var að Ísland ætti að verða aðildarriki Evrópusambandsins. Hugmyndin byggir tækifærismennsku annars vegar og hins vegar vankunnáttu, ef ekki réttri og sléttri heimsku.

Strandríki við Norður-Atlantshaf; Noregur, Grænland, Færeyjar og nú síðast Bretland eiga ekkert erindi í Evrópusambandið sem er félagsskapur meginlandsþjóða álfunnar. Kjánaprikin í Samfylkingu töldu sig vita betur.

Þeir sem ákváðu að Samfylkingin skyldi verða ESB-sinnaður auðmannaflokkur bera alla ábyrgðina á falli flokksins.


mbl.is „Dómur almennings liggur fyrir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband