Benedikt tryggir sér kosningastjóra Samfylkingar

Ólafía B. Rafnsdóttir stýrði kosningabaráttu tveggja formanna Samfylkingar, Ingibjargar Sólrúnar og Árna Páls, og var einnig með hlutverk í tvennum kosningum Ólafs Ragnars til forseta.

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar tryggir sér þjónustu Ólafíu og veitir ekki af; Viðreisn mælist með fimm prósent fylgi.

Vandi Viðreisnar er ekki skortur á frambærilegu fólki heldur ónýtar hugmyndir.


mbl.is Ólafía aðstoðarmaður Benedikts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiturkoss Junckers og grýlan Pútín

Macron sigurvegari fyrri umferðar forsetakosninganna í Frakklandi varð fyrir því óláni að fá stuðningsyfirlýsingu frá Juncker forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandinu.

Eiturkoss, segir Euractive, enda orðspor ESB í henglum: vildi Hillary, fékk Trump og sagði nei við Brexit en útkoman varð já.

Til að bæta ímynd Macron helsta grýla Evrópusambandsins sett á flot, Pútín Rússlandsforseti. Ef Pútín er almáttugt illmenni, eins og ESB heldur fram, er kyndugt að hann skuli kominn í það hlutverk að geta ekki afgreitt eins og eitt forsetaframboð í Frakklandi. En betra er að veifa röngu tré en öngvu í pólitík.


mbl.is Macron fyrir árásum rússneskra hakkara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin: Samfylkingin var mistök

Jón Baldvin Hannibalsson var kallaður guðfaðir Samfylkingar þegar flokkurinn var stofnaður um aldamótin. Þessi fyrrum formaður Alþýðuflokksins segir núna:

Við lít­um svo á og það var ráðandi skoðun á fund­in­um að til­raun­in með Sam­fylk­ing­una hefði í stór­um drátt­um mistek­ist.

Samfylkingin var stofnuð eftir að Jón Baldin og félagar höfðu í áratugi talað um mistökin sem urðu þegar Alþýðuflokkurinn klofnaði 1930 með stofnun Kommúnistaflokks Íslands. Eftir þá höfuðsynd klofna flokkar vinstrimanna á eins til tveggja áratuga fresti: Sósíalistaflokkurinn 1938, Alþýðubandalagið 1956, Samtök frjálslyndra og vinstrimanna 1969, Bandalag jafnaðarmanna 1983 og Þjóðvaki 1994.

Í stuttu máli klofna vinstrimenn þriðja eða fjórða hvert kjörtímabil alla lýðveldissöguna. Saga vinstriflokka er saga mistaka. Ástæðan er einföld. Við höfum Sjálfstæðisflokk sem dekkar hægrivíddina í þjóðlegum stjórnmálum og Framsóknarflokkinn sem er heimili félagshyggjuarms þjóðlegra stjórnmála.

Vinstriflokkar, hvaða nafni sem þeir nefnast, eru boðflennur í tveggja turna stjórnmálum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Eingöngu þegar höfuðflokkum verður á í messunni eiga vinstriflokkarnir færi á landsstjórninni.

Eftir hrunið 2008 var fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldissögunnar mynduð. Og það var eins og við manninn mælt, klofningsárátta vinstrimanna klauf þjóðina í herðar niður - í málum sem kennd eru við Icesave og ESB.

Óopinbert slagorð Samfylkingarinnar er ,,ónýta Ísland". Slagorðið endurspeglar pólitíska sjálfsvitund vinstrimanna. Aðeins í rústum lýðveldisins fá vinstriflokkar hljómgrunn.


mbl.is Vill sameina jafnaðarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband