Vísindi, trú og lýðræði

Vísindi eru góð fyrir sinn hatt ef þau eru skilin sem frjáls umræða og frjálsar rannsóknir. Gamanið fer aftur að kárna ef vísindin eru tekin sem safn óhrekjanlegra kennisetninga, líkt og trúarbrögð.

Lýðræðinu er ekki vel þjónað með því að setja vísindin á stall til að vegsama. Vísindin eru mistæk eins og önnur mannanna verk. Einu sinni voru mannkynbótafræði háalvarleg vísindi.

Vísindi eru, þegar öllu er á botninn hvolft, aðeins það sem þeir er þau stunda taka gott og gilt á hverjum tíma.


mbl.is Gengið fyrir vísindin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Offjárfesting í ferðaþjónustu

Ferðaþjónusta verður að borga sama virðisaukaskatt og aðrar atvinnugreinar. Offjárfestingar í greininni undanfarin ár sýna ótvírætt að opinber niðurgreiðsla á einni atvinnugrein skapar ójafnvægi.

Á meðan vinnuafl og fjárfesting fer í ferðamannaþjónustu sitja aðrir þætti á hakanum, t.d. íbúðabyggingar

Einn virðisaukaskattur án undanþága er jafnræði og minnkar hættu á óstöðugleika.


mbl.is Uppbygging í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niggari er ekki sama og negri

Negri sem á ensku heitir ,,negro" er ekki sama orðið og niggari (,,nigger"). Bandaríski þingmaðurinn, sem varð að segja af sér, notaði fleirtölumynda ,,niggas" um þeldökka samstarfsmenn sína, samkvæmt Miami Herald.

Negri var langi samþykkt orð um þeldökka. Svertingi tók við af negra en þótti síðan ekki húsum hæft. Um tíma voru þeir kallaðir afrískir-ameríkanar. En það féll úr tísku þegar rann upp fyrir fólki að þeldökkir Bandaríkjamenn áttu fjarska lítið sameiginlegt með Afríkumönnum.

Um skeið var notuð samsetningin litað fólk um alla ekki-hvíta. Eins og hvítt sé ekki litur.

Pólitísk rétttrúnaðarhugsun er dálítið vandasöm í orðsifjafræði.

 

 


mbl.is Kallaði samflokksmenn sína „negra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband