Alþjóðasamfélagið: sum börn má drepa

Donald Trump skaut 59 stýriflaugum á herflugvöll Sýrlandsstjórnar vegna eiturefnanna sem drápu 70 óbreytta borgara, þar af mörg börn. Alþjóðasamfélagið hvatti Trump áfram og harmaði dauða þeirra saklausu.

Nokkrum dögum síðar varð bílsprengja 126 Sýrlendingum að fjörtjóni. Börn voru í meirihluta látinna. Tilræðismennirnir lokkuðu börnin að sprengjubílnum með sælgæti og snakki.

Og allt í einu var alþjóðasamfélaginu alveg sama um saklausu lífin sem tortímdust. Blaðamaðurinn Robert Fisk spyr í Independent hvað valdi. Þegar stórt er spurt.


mbl.is Enginn vafi á að herinn beitti efnavopnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldmiðlar falla, ekki krónan

Stóru gjaldmiðlarnir evra, pund og dollar falla og reyndar nærri allir aðrir gagnvart krónu. Nei, ástæðan er ekki að krónan og íslenska hagkerfið beri höfuð og herðar yfir öll önnur.

Íslenska krónan ber nú um stundir þess merki að hagkerfið sé stöðugt. Erlendis er óstöðugleiki. Bæði setja skammtímaatburðir, t.d. frönsku kosningar, gjaldmiðla í uppnám en einnig fréttir af hökti hagkerfa t.d.þess breska. 

Undirliggjandi óstöðugleiki margra stórra hagkerfa, ekki síst evru-svæðisins, er að allt frá 2008-kreppunni er keyrð núllvaxtastefna, kölluð peningaprentun, sem er ekki sjálfbær. Spurningin er hvort blaðran springur með hvelli, ef Le Pen verður forseti, svo dæmi sé tekið, eða hvort takist að vinda ofan af ókeypis peningum handa höktandi efnahagskerfi.

Hvort heldur sem verður getum við verið sátt við íslensku krónuna.


Byggt fyrir ferðamenn, ekki ungt fólk

Ferðaþjónusta er niðurgreidd með því að virðisaukaskattur er þar lægri en í öðrum atvinnugreinum. Fjárfestingar leita eftir arðsemi og fara fremur í uppbyggingu á gistirýmum fyrir ferðmenn en að byggja íbúðarhúsnæði fyrir ungt fólk.

Andríki tekur saman helstu rökin fyrir jafnari aðstöðu atvinnugreina. Þar segir:

Til stendur að lækka almennt þrep virðisaukaskatts úr 24% í 22,5%. Takist það verður almenna þrepið lægra en það hefur nokkru sinni verið frá upptöku virðisaukaskattsins fyrir rúmum aldarfjórðungi. Samhliða verður undanþágum frá almenna skattinum fækkað. Verð á flestum neysluvörum Íslendinga mun lækka við þessar breytingar og ætti það að leiða til lækkunar á vísitölu neysluverðs og þar með lækkunar á verðtryggðum lánum.

Lækkun á neysluverði, lægri lánskjör og lægra húsnæðisverð er í þágu almennings, ekki síst ungs fólks. Þeir sem leggjast gegn lægri og jafnari virðisaukaskatti tala ekki fyrir almannahagsmunum heldur sérhagsmunum.


mbl.is Íbúðaverð eins og árið 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband