Röng spurning um Ísland

Kratarnir sem stýra Alþjóðamálastofnun HÍ spyrja rangrar spurningar. Spurningin er ekki ,,hvert stefnir Ísland?" heldur ,,hvað er Ísland?".

Krötum er skiljanlega illa við að að skilgreina Ísland. Kratar vildu halda Íslandi sem konungsríki Danakónga um miðja síðustu öld. Í upphafi 21stu aldar reyndu þeir að þröngva Íslandi inni í Evrópusambandið.

Í báðum tilfellum hafnaði þjóðin krötum.

En hvað er Ísland? Jú, stutta svarið er að íslenska þjóðin ákvað um miðja 19du öld að hún vildi búa í fullvalda þjóðríki. Það er hægt að setja ártal á þessa ákvörðun: 1848 þegar Jón Sigurðsson birti Hugvekju til Íslendinga.

Grein Jóns varð stefnuskrá þriggja kynslóða Íslendinga og var borin fram til sigurs 1. desember 1918 þegar landið varð fullvalda. Aldarfjórðungi síðar ákvað þjóðin að afþakka framhald á konungssambandi við Dani og stofnaði lýðveldi á afmælisdegi Jóns.

Fyrsti áfanginn í vegferð að fullveldi náðist 1904, með heimastjórn. Hinir tveir áfangarnir, sem nefndir eru hér að ofan, fengust í skugga tveggja heimsstríða. Styrjaldirnar skópu tækifæri sem Íslendingar nýttu sér. En það var ekki gert upp úr þurru eða í tómarúmi.

Sannfæringin um að Íslendingum farnaðist best sem herrar í eigin húsi stenst dóm sögunnar. Ísland býður þegnum sínum betri lífskjör en þekkjast víðast hvar í heiminum. Kratarnir eru þeir einu sem ekki skilja þessi sannindi. Endar eru þeir alltaf til í að selja Ísland hæstbjóðanda.

 


mbl.is Hvert stefnir Ísland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin: mállaus sósíalistaflokkur

Samfylkingin er ,,nákvæmlega sama" stefnan og sósíalistaflokkurinn boðar, segir fráfarandi formaður Samfylkingar, Oddný Harðardóttir. Eyjan ræðir játningu Oddnýjar.

Sósíalismi Samfylkingar fer ekki hátt, fylgið reyndar ekki heldur, en þeir sem enn kenna sig við flokkinn hljóta að útskýra og dýpka orð formannsins fyrrverandi.

Ekki heyrist múkk frá sitjandi formanni og þingmenn flokksins þegja fast.

Er Samfylkingin mállaus sósíalistaflokkur?


Guðlast er skortur á kímnigáfu

Múslímar geta ekki hlegið að guði líkt og kristnir, skrifar fyrrum múslími Hamed Abdel-Samad í ævisögu Múhameðs spámanns. Þegar múslímar æða um götur til að drepa guðlastara er það ekki af ást og virðingu fyrir guði heldur af örvæntingu yfir glataðri trúarmenningu.

Múslímsk trúarmenning er á sama stigi og sú kristna við lok miðalda. Kristnir dunduðu sér við að brenna fólk fyrir villutrú i tvö hundruð ár á meðan þeir fundu guð til að hlæja að. Múslímar drepa hvern annan og villutrúarmenn utan eigin raða vegna spéhræðslu.

Trúarmenning sem þolir ekki skop snýst upp í fasisma, segir Hamed Abdel-Samad. Líklega er það rétt hjá honum.


mbl.is Æstur múgur myrðir „guðlastara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband