Skrítið lýðræði? Nei, breskt

Vinstrimenn sumir, t.d. Egill Helgason, agnúast út í þá bresku hefð að sitjandi stjórnarflokkur getur boðað til kosninga með skömmum fyrirvara. Bretar státa þó af lengri lýðræðishefð en nokkurt annað þjóðríki.

Lýðræði er ekki eitt sniðmát. Útfærslur á lýðræði eru ólíkar milli landa. Kjörmannakerfið í Bandaríkjunum, tvöföld umferð í forsetakosningum í Frakklandi og reglulegar minnihlutastjórnir á Norðurlöndum flokkast allt undir lýðræði.

Ef leikreglurnar eru skýrar, kosningar almennar og leynilegar og umræðan nokkurn veginn frjáls, tja, þá er lýðræði.


mbl.is Myndi styrkja mjög stöðu May
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Che Smári: gagnrýni á sósíalista er hótun

Óstofnaður Sósíalistaflokkur Íslands er kominn í gírinn. Aðalritarinn, Che Smári, segir gagnrýnendur flokksins hafi í frammi hótanir. Bloggaranum Jónasi Kristjánssyni varð á að halla flokknum orði og var óðara rekinn úr samkvæminu.

Í ætt við sósíalistaflokka austan tjalds fyrr á tíð líðast ekki sjálfstæðar skoðanir. Þeir sem ekki fylgja flokkslínunni í hvívetna komast að því fullkeyptu.

Che Smári lifir sig inn í hlutverkið, eins og hann jafnan gerir, hvort heldur sem málpípa auðmanna eða fátæklinga.

 


Trump, Pútín og Erdogan: plott á mörgum hæðum

Pútín og Erdogan urðu vinir eftir misheppnaða stjórnarbyltingu gegn Erdogan síðast liðið sumar. Vesturveldin urðu óvinir Erdogan enda grunar Erdogan meinta vini sína í Nató um stuðning við byltingartilraunina.

Trump tók við embætti um áramótin og virðist ætla að bæta samskiptin við Erdogan, sem bæði glímir við innanlandsvanda og erfiðleika við suðurlandamærin þar sem Kúrdar gera sig líklega að stofna sjálfstætt ríki með stuðningi Bandaríkjanna.

Helsta bandaríska tímaritið um utanríkismál, Foreign Affairs, segir bandalag Pútín og Erdogan ástlaust hagkvæmnihjónaband. En þjóðríki þurfa ekki ást, aðeins sameiginlega hagsmuni.

Í áratugi er Tyrkland helsti bandamaður Bandaríkjanna í gáttinni að miðausturlöndum. Flugbækistöð Bandaríkjanna í Incirlik er notuð til árása- og eftirlitsflugs í Sýrlandi og Írak. Duldar hótanir Tyrkja að loka stöðinni sýna hve súrt var á milli Erdogan og Obama-stjórnarinnar.

Þrátt fyrir hagkvæmnihjónaband Erdogan og Pútín er aldagömul saga misklíðar Rússa og Tyrkja í þessum heimshluta. Trump gæti nýtt sér það.

En maðurinn sem gæti samhæft þremenningana Trump, Pútín og Erdogan í einu bandalagi heitir Alexander Dugin, kallaður Raspútín Pútíns, með vísun í munkinn sem naut trúnaðar síðustu keisarafjölskyldu Rússlands. Samkvæmt Bloomberg er Dugin maðurinn sem sætti Pútín og Erdogan. Og Dugin er aðdáandi Trump.

Í plottinu í kringum héraðshöfðingjana þrjá er nærliggjandi heimsálfa algerlega útundan. Hún heitir Evrópa og er án marktæks héraðshöfðingja í alþjóðamálum.


mbl.is Trump óskar Erdogan til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband