Kverúlantavinstrið frá Pírötum til sósíalisma

Í samfélaginu er hópur kverúlanta sem á það sameiginlegt að vera vinstrisinnað, síóánægt og kröfuhart á alla aðra en sig sjálfa.

Til skamms tíma studdu kverúlantarnir Pírata, sem núna eru á fallandi fæti, en þar áður Samfylkinguna. 

Gunnar Smári, fyrrum handlangari auðmanna í fjölmiðlarekstri, síðar félagi í trúflokki múslíma og talsmaður inngöngu Íslands í Noreg, er í óða önn að smala kverúlöntum í sósíalistaflokk.

Marx gamli boðaði að menn ættu að vinna eftir getu og fá það sem þeir þyrftu. Smárasósíalismi gengur út á að kverúlantarnir fái það sem þeir vilja en aðrir borgi.


mbl.is Möguleiki á sósíalistaflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mútur við sölu Arion-banka

Einn af kaupendum Arion-banka játar á sig stórfelldar mútugreiðslur og greiðir 47 milljarða króna í sekt fyrir vikið.

Och-Ziff Capital Management Group getur ekki talist heppilegur eigandi að íslenskum banka. Gangi kaupin fram er boðið heim sama viðskiptasiðferði og leiddi til hrunsins.

Stjórnsýslan verður að koma í veg fyrir viðskiptin með Arion-banka.


mbl.is Greiddi metsektir fyrir mútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB er að deyja - spurningin er hvernig

Evrópusambandið liðast í sundur eftir útgöngu Bretlands. Spurningin er hvort ESB hörfar skipulega frá fyrri markmiðum um sameinaða Evrópu eða hvort undanhaldið verði tætingslegt.

Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti fimm útgáfur að breyttu sambandi. Aðeins ein þeirra, og sú sem ólíklegust er að nái fram að ganga, gerir ráð fyrir Stór-Evrópu á meginlandi álfunnar þar sem ríkin 27 verða héruð í stóru sambandsríki.

Aðrar útgáfur Junkers af framtíð sambandsins eru líklegri, t.d. kjarnasamstarf ,,viljugra" þjóðríkja á meðan önnur sætti sig við aukaaðild.

Stærsti vandinn í tilvistarkreppu ESB er evran, sameiginlegi gjaldmiðillinn sem reynslan sýnir að er ósjálfbær. Aðeins 19 af 27 ríkjum ESB nota evruna. Danir, Svíar, Pólverjar, Tékkland og Ungverjar eru meðal þeirra sem standa utan gjaldmiðlasamstarfsins.

En vegna þess að evran veldur innbyrðis óstöðugleika milli þeirra ríkja sem hana nota, einkum milli Suður-Evrópu og nyrðri ríkjanna, geta evru-ríkin 19 ekki myndað kjarnasamstarf í nýrri útgáfu Evrópusambandsins.

Það mun taka mörg ár, ef ekki áratugi, að gera upp dánarbú draumsins um sameinaða Evrópu.


mbl.is Telja rétt að ganga úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband