Dagur fórnarlamba - aumingi vikunnar

Skuggahlið fórnarlambavæðingar kemur æ betur í ljós. Eftir því sem samkeppnin um að vera mesta fórnarlambið vex verður erfiðara að fá kastljósinu beint að sér.

Óttar Guðmundsson setti fórnarlambavæðingu einstaklinga í samhengi við viðtalsformið ,,aumingi vikunnar".

Á bakvið aumingja vikunnar er hópur fólks. Femínistar telja helft mannkyns fórnarlömb, ætli hommar séu ekki um fimm prósent og transfólk eitthvað færra. Margir aðrir eru um hituna, s.s. rauðhærðir, lágvaxnir og kynlausir.

Til siðs er að helga daga tilteknu viðfangsefni, sbr. dag íslenskrar tungu. Þjóðráð væri að efna til dags fórnarlamba. Á hverju ári yrðu valin fórnarlömb ársins að undangenginni samkeppni, t.d. í stíl við undanrásir Eurovision-keppninnar. Þar gæfist ólíkum hópum færi á að útmála eymd sína og volæði frammi fyrir alþjóð.

 


mbl.is Hildur Lilliendahl lætur Sindra heyra það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitler, Marx og betrungurinn Trump

Hitler kom óorði á þjóðernishyggju. Samlandi hans, Karl Marx, boðaði alþjóðahyggju sem prófuð var í Bjarmalandi og misheppnaðist þar 1991. Önnur útgáfa alþjóðahyggju, þessi frjálslynda, leit dagsins ljós eftir kalda stríðið; sú tilraun fór út um þúfur í Írak 2003.

Donald Trump kennir sig við bandaríska þjóðernishyggju, sem er af allt annarri sort en sú hitleríska. Trump hafnar alþjóðahyggju, bæði þeirri marxísku og frjálslyndu.

Trump er íhaldssamur miðjumaður. Þess vegna brjálast öfgarnar til hægri og vinstri þegar hann hrindir þeirri stefnu í framkvæmd sem hann kjörinn til að framfylgja.


mbl.is Harmleikur fyrir bandarískt lýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uffe: íslenskir ESB-sinnar eru vitgrannir

Íslenskir ESB-sinnar reiða ekki vitið í þverpokum, segir Uffe Ellemann-Jensen fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur um þá áráttu að vilja ,,kíkja í pakkann" eins og aðild að Evrópusambandinu gæti verið óvæntur glaðningur.

Uffe kom til landsins á tíma vinstristjórnar Jóhönnu Sig. og varaði ESB-sinna við málflutningnum sem þeir höfðu uppi á þeim tíma, að Ísland myndi græða á aðild.

Núna þykir þeim danska fokið í flest skjól.  


mbl.is „Þið vitið hvað er í pakkanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband