Vinstri grænir og Píratar: löglegt siðleysi í góðu lagi

Borgarfulltrúar Vinstri grænna og Pírata, Líf Magneu­dótt­ir og Hall­dór Auðar Svans­son, segja ekki hægt að mismuna fólki eftir því hvort það sé uppvíst að spillingu eða ekki. Rökin eru kostuleg:

Það er auðvitað ekki hægt - ekki frek­ar en við mis­mun­um fólki eft­ir kyn­ferði, trú­ar­brögðum eða kyn­hneigð,

Spilling og siðleysi eru sem sagt hið besta mál - eins lengi og allt sé löglegt.


mbl.is Taki afstöðu til samnings við Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingar og bankasala

Fjárfestar sem núna ætla að eignast Arion-banka stunduðu blekkingar líkt og Ólafur Ólafsson og félagar þegar þeir keyptu forvera Arion-banka, sem þá hét Búnaðarbankinn.

Eigendur Arion-banka þóttust vera í viðræðum við lífeyrissjóði um sölu á hlut í bankanum en alltaf stóð til að selja hlutinn sjálfum sér. Það heitir að blekkja.

Arion-söluna á að stöðva.


mbl.is Gátu ekki varist blekkingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningalýðræði Pírata

Allt frá Forn-Grikkjum snýst pólitík um valkosti. Aþenskir stjórnmálamenn töluðu á þjóðfundum og mæltu fyrir þessum eða hinum valkosti við úrlausn mála. Öll vestræn stjórnmál byggja á greiningu á ástandi og tillögum til að breyta eða festa í sessi stöðu mála. Spurningar út í loftið án svara eru merkingarleysa.

Píratar á Íslandi kunna ekki einföldustu grunnatriði stjórnmála. Píratar hafa enga skoðun, þeir vilja bara ,,spyrja þjóðina." Píratar vita ekki hvort þeir vilja í Evrópusambandið, þeir vita ekki einu sinni hvort þeir vilja sækja um aðild. Þeir ætla að spyrja þjóðina.

Til að lýðræði verði annað en markleysa þarf að vera staðfastur vilji og sannfæring á bakvið valkosti sem kosið er um. Það dettur engum í hug, nema kannski Pírötum, að kjósa um hvort það eigi að vera sól á morgun eða rigning, eða hvort heimurinn eigi að vera friðsamur eða í ófriði.

Spurningalýðræði Pírata gerir stjórnmál að leikhúsi fáránleikans þar sem spurningum er svarað með spurningum: eigum við ekki að spyrja þjóðina hvort hún vilji þjóðaratkvæðagreiðslu? Eða þykjast Píratar einir hafa rétt til að spyrja spurninga?


mbl.is Vilja kjósa um nýjar viðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband