Frjálslyndi og sporin til alræðis

Vestrænt frjálslyndi opnaði landamærin fyrir milljónum múslíma sem lögðu undir sig heilu hverfin í evrópskum stórborgum til að stunda and-vestrænan lífsstíl.

Þekkt stef múslímskra hryðjuverkamanna er að þeir herja á þau samfélög sem ólu þá.

Lögregluyfirvöld á vesturlöndum gera kröfu um aukið eftirlit með mögulegum hryðjuverkamönnum. Víðtækar heimildir lögregluyfirvalda að fylgjast með borgurum, til að kæfa hryðjuverk í fæðingu, bitnar á öllum almenningi sem verður að fórna einkalífi sínu.

Vestræna frjálslyndið býr þannig í haginn fyrir alræðisríkið sem fylgist með hverju fótmáli þegnanna. Grundvallarmistök þeirra frjálslyndu er að trúa bábiljunni um að hægt sé að samrýma vestræn lífsgildi trúarmenningu múslíma.


mbl.is Geta ekki lesið síðustu skilaboðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk umræða og deyjandi flokkar

Fram undir 1990 gáfu stjórnmálaflokkar út dagblöð, allir nema Sjálfstæðisflokkur sem bjó að Morgunblaðinu. Umræða um sameiningu stjórnmálaflokka, einkum Alþýðuflokk og Alþýðubandalag, hverfðist oft um sameiningu málgagnanna.

Tíminn túlkaði heimsmynd framsóknarmanna, Þjóðviljinn Alþýðubandalagsins og kratatilveran átti heima í Alþýðublaðinu. Hægrikratísk sjónarmið voru kynnt í ,,frjálsu og óháðu" síðdegisblaði, DV. Allar útgáfurnar fluttu fréttir og pólitík, vitanlega söng þar hver með sínu nefi.

Flokksblöðin voru alltaf rekin með tapi en þóttu nauðsynleg fyrir pólitíska umræðu. Pólitísku umbrotin um aldamót, þegar vinstrimenn hagræddu flokkakerfinu, voru gerð samhliða uppstokkun á blaðaútgáfu, samanber Dag-Tímann sem síðar rann inn í Fréttablaðið.

Í dag er hræódýrt að stunda útgáfu á netinu. Og skyldi ætla að stjórnmálaflokkar myndu standa þar vaktina og gefa út sína greiningu á pólitík. En eins og Styrmir Gunnarsson bendir á er lesmál stjórnmálaflokka ekki til.

Hvað veldur málleysi stjórnmálaflokka? Er það svo að flokkarnir þurfa enga umræðu á sínum vettvangi? Og hvert skyldi samhengið vera á milli færri málgagna stjórnmálaflokka og fjölgunar flokka?

Drög að svari gæti verið þetta: stjórnmálaflokkar eru ekki lengur verkfæri til að breyta samfélaginu í anda þeirra gilda sem þeir standa fyrir. Stjórnmálaflokkar eru laustengt bandalag einstaklinga sem hafa áhuga að komast á þing og/eða eignast aðild að þeim gæðum stjórnmálaflokkar veita. Flokkarnir fá peninga frá hinu opinbera og útdeila bitlingum í nefndum og ráðum. Svo er alltaf möguleiki á ríkisstjórnaraðild sem opnar á fleiri tækifæri.

Pólitísk umræða er aukaariði í stjórnmálaflokkum. Þingmenn hengja sig í umræðu utan flokka og skilgreina sig út frá dægurflugum en ekki flokksmenningu. Líftími heilla stjórnmálaflokka er líka orðinn giska stuttur. Spyrjið bara þessar fáeinu hræður sem enn kenna sig við Samfylkinguna.


Bloggfærslur 26. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband