Lýðhyggja gegn sérfræðiveldi

Lýðhyggja er orð sem nær yfir þróun síðustu ára þar sem venjubundin stjórnmál láta í minni pokann fyrir pólitískum valkostum sem höfða til breiðs hóps - lýðsins.

Jón Magnússon veltir fyrir sér hvert sé andheiti lýðhyggju.

Stórpólitískir atburðir síðustu missera, t.d. sigur Trump og Brexit, voru sigrar lýðhyggju gegn sérfræðiveldi hvers einkenni er að taka pólitíska afstöðu án fræðilegrar innistæðu. Jafnvel í okkar litla landi sigraði lýðhyggjan sérfræðiveldið í umræðunni um Evrópusambandið.

Fallegt orð, lýðhyggja.


Grænlandsgátan: útrýming eða undanhald?

Byggð norrænna manna á Grænlandi stóð í 500 ár, lagðist af um 1500. Tvær megintilgátur eru um afnám byggðarinnar. Í fyrsta lagi að afkomendur Eiríks rauða og félaga dóu út. Í öðru lagi að þeir norrænu höfnuðu lífsháttum veiðimanna og kusu að flytja búferlum og halda þar með í sérkenni sín - lífsstíl bænda.

Smithsonian-safnið tekur saman þær rannsóknir og kenningar sem varpa ljósi afdrif norrænu Grænlendingana. Veðurfar er miðlæg orsök að flestra áliti. Grænland byggðist á sama hlýskeiði og Ísland. Þegar veðurfar kólnaði á 13. öld varð hægt en örugglega óbyggilegt á Grænlandi fyrir norræna bændur. Ekki mátti miklu muna að eins færi fyrir Íslandi þegar verst lét á 18. öld.

Valkostirnir á Grænlandi voru tveir: að tileinka sér lífsvenjur veiðimanna sem átu sjávarfang í öll mál eða flytja búferlum.

Um sama leyti og norrænu Evrópumennirnir gáfust upp á Grænlandi, urðu útdauðir eða fluttu, hófust fólksflutningar frá Evrópu til annars hluta álfunnar sem fékk nafnið Ameríka. Evrópsk siðmenning hopaði frá kuldanum á Grænlandi en sótti í hlýindin í Norður- og Suður-Ameríku.  


Falsfréttir sem pólitísk leikrit

Falsfréttir um að Trump sé leikbrúða Pútín Rússlandsforseta var svarað af Hvíta húsinu með annarri falsfréttahrinu um að Obama fráfarandi forseti hafi látið hlera Trump.

Falsfréttirnar um Trump sem handbendi Pútín eru tilbúningur, segir í Vanity Fair og þær eru teknar í sundur af Glenn Greenwald.

Ásakanir um að Obama hleraði Trump fara sömu leið og Trump-Pútín samsærið. Hvorttveggja eru pólitískar leiksýningar, settar upp vegna óseðjandi eftirspurnar.


mbl.is „Fréttirnar eru fáránlegt bull“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband