ASÍ er ekki með umboð í pólitík

ASÍ reyndi fyrir sér í pólitík með Evrópustefnu Samfylkingar. Sú pólitík var illa ígrunduð og skaðaði ASÍ.

ASÍ er með umboð til að bæta lífskjör félagsmanna, og þá um leið almennings. Víð túlkun á þessu hlutverki leiðir í ógöngur, sbr. Evrópustefnuna. Þrengri túlkun, t.d. að auka  kaupmátt og viðhalda stöðugleika, er til muna farsælli stefna.

Eins og sást í nýafstöðnumm kosningum til formanns VR eru fáir sem nenna að greiða atkvæði. Ef verkalýðshreyfingin lærir eitthvað af nýfenginni reynslu þá ætti hún að hyggja að sínu en láta aðra um pólitíkina.


mbl.is Sest ekki í miðstjórn ASÍ með Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baldur og mótsögn frjálslyndra

Ákall um heildarlöggjöf gegn mismunun má finna hjá Baldri Kristjánssyni sóknarpresti. Í ákallinu felst mótsögn frjálslyndra sem afhjúpar veruleikafirringu þeirra.

Frjálslyndir vilja ekki mismuna fólki eftir trúarbrögðum. Þeir vilja heldur ekki kynjamismunun.

Múslímatrú, á hinn bóginn, mismunar fólki kerfisbundið. Í fyrsta lagi hafna múslímar trúfrelsi - það er aðeins ein sönn trú í þeirra bókum. Aðrir eru óverðugir. Í öðru lagi mismunar íslam konum - þær eru annars flokks borgarar.

Hvorki Baldur né aðrir frjálslyndir geta smíðað löggjöf er í senn virðir einstaklingsfrelsi og jafnframt trúfrelsi. Einfaldlega vegna þess að trúfrelsið nota múslímar til að kúga konur og meina fólki að skipta um trú. Nema, auðvitað, múslímar taka við þeim sem vilja játa íslam.

Íslam og vestræn mannréttindi er ekki hægt að samræma. Það er mótsögnin sem frjálslyndir neita að viðurkenna.


mbl.is Hvar eru konurnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimska ESB: Skotland er spænskt innanríkismál

Á Evrópuþinginu er talað um heimskuna sem felst í að ESB fjármagni stjórnmálaöfl sem vilja sambandið feigt. Möguleg aðild Skotlands að ESB er spænskt innanríkismál. Sem hljómar heimskulega en er þó satt.

Ef Skotland fær vilyrði fyrir inngöngu í ESB eftir að kljúfa sig frá Bretlandi yrði það fordæmi fyrir Katalóníu að segja skilið við Spán og  fara skosku leiðina úr sambandsríki inn í Evrópusambandið.

Af þessu leiðir er staða Skotlands gagnvart Bretlandi annars vegar og hins vegar ESB orðið að spænsku innanríkismáli. Spánverjar myndu beita neitunarvaldi gegn Skotlandi.

Evrópusambandið er þannig úr garði gert að heimskuleg vandræði hljótast af. Eins og dæmin sanna.


mbl.is Skotland færi aftast í röðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband