Danir blanda sér í deilu Tyrklands og Hollands

Danski forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen dregur tilbaka heimboð tyrkneska starfsbróður síns, Binali Yildirim, sem ætlaði að heimsækja Danmörku næstu helgi.

Lars Lökke telur að tyrknesk ráðherraheimsókn yrði túlkuð sem stuðningur Dana við Tyrki í deilu þeirra við önnur Evrópuríki. Tyrkneskir ráðamenn hafa á síðustu vikum gert tíðreist til Evrópulanda að sannfæri Tyrki, sem búsettir eru þar, að veita Erdogan forseta stuðning vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um aukin völd forsetans.

Hollendingar og einstök sambandsríki í Þýskalandi biðjast undan heimsóknum fulltrúa Erdogans, sem óðum er að breytast í einræðisherra. Að hætti slíkra hótar Erdogan öllu illu og kallar Hollendinga fasista og Þjóðverja nasista.


mbl.is Hótar Hollendingum hefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnám hafta gegn háu gengi

Tilkynning um afnám gjaldeyrishafta kemur í kjölfar krafna frá atvinnugreinum í útflutningi, t.d. útgerð og ferðaþjónustu, um að gripið verði til ráðstafana að lækka gengi krónunnar.

Afnám hafta mun auka útflæði fjármagns og lækka gengi krónunnar. Ef útflæðið verður mikið er hætta á snarpri lækkkun og verðbólguskoti.

Vextir hafa áhrif á gengi krónunnar og gætu eftir atvikum lækkað, til herða á gengislækkun, eða hækkað til að stemma stigu við of mikilli gengislækkun.


mbl.is Ræða afnám hafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Faðir netsins: persónunjósnir, pólitík og falsfréttir

Tim Berners-Lee er höfundur veraldarvefsins, daglega kallað netið. Hann birtir aðvörun um misnotkun þess. Þrjú atriði eru alvarlegust.

Persónunjósnir eru í fyrsta sæti. Efnisveitur á netinu fá samþykki notenda til að safna upplýsinum um þá gegn ókeypis aðgangi að efni. Notendur hafa enga möguleika að fylgjast með hvernig persónulegu upplýsingarnar eru nýttar.

Í öðru lagi eru falsfréttir og útbreiðsla þeirra áhyggjuefni. Vegna innbyggðra margföldunarmöguleika netsins (leitarvéla/algóritma) fara falsfréttir eins og eldur í sinu um alla heimsbyggðina án þess að nokkur fái rönd við reist.

Í þriðja tröllríður misnotkun pólitískra afla netinu. Sérhönnuð pólitísk skilaboð, byggð á persónuupplýsingum notenda, veita möguleika á pólitískum áróðurshernaði á bakvið tjöldin. Almenningur er berskjaldaður vegna þess að umræðan fer ekki fram á opinberum vettvangi, heldur með sérhönnuðum skilaboðum til einstakra notenda.

Engin einföld lausn er vandanum. ,,Sannleiksmiðstöðvar" á netinu eru ekki fær leið og opinbert eftirlit tæplega. Siðareglur eru varla mögulegar nema með miðstýrðu ritskoðunarvaldi til að fylgja þeim eftir.

Við erum sem sagt í nokkrum vanda með netið.


Bloggfærslur 12. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband