Geðshræringin frá Pírötum til Samfylkingar

Óstabílt fólk, virkir í athugasemdum og sveimhugar með takmarkað veruleikaskyn er geðshræringarfylgið sem gerði Pírata að stærsta flokki lýðveldisins - auðvitað aðeins í skoðanakönnunum. Á kjördag verður maður að fara með atkvæði sitt á kjörstað. Sumum er það ofviða.

Geðshræringarfylgið er komið til upprunaheimkynna sinna í Samfylkingunni. Píratar gjalda þess. Flokkarnir eru hvor um sig með tíu prósent fylgi. Samtals er þetta fylgi um fjórðungur til þriðjungur fólks á kosningaaldri en kannski 15 til 20 prósent í kosningum, þegar liðið þarf að mæta á kjörstað til talningar.

Hagfellt er fyrir samfélagið að þeir móðursjúku dreifist á tvo eða fleiri flokka. Eðli málsins samkvæmt er samkeppni um firrupólitík þessa fólks. Ein firran stútar annarri. Þannig fór t.d. fyrir ESB-umsókn Samfylkingar. 


mbl.is VG áfram með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fésmarxismi, byltingin og elítan

Heimssamfélag á samfélagsmiðlinum Fésbók er falleg hugsun. Rétt eins og slagorðið ,,öreigar allra landa sameinist" var geðþekkt þegar Marx og Engels tefldu því fram á byltingartíma 19. aldar.

En bæði Zuckerberg á Fésbók og Engels og Marx í Kommúnistaávarpinu gleymdu einu smáatriði.

Áður en menn verða heimsborgarar, sem fésvinir eða öreigar, eru þeir þegnar í tugþúsundum samfélaga sem byggja á ólíkum siðareglum og venjum.

Eins og forsætisráðherra Bretlands sagði nýverið eru heimsborgarar þeir sem eiga hvergi heima. Meintir heimsborgarar fleyta rjómann af því besta sem heimurinn býður upp á en eru ábyrgðalausir gagnvart streði almennings í Reykjavík, Ríó eða Pétursborg.

Fésmarxismi Zuckerberg fer vitanlega á sama stað og frummyndin. Á ruslahaug sögunnar.

Enn um sinn bíðum við eftir sönnu byltingunni sem ávallt stendur til boða, hvort heldur öreigum, fésvinum eða öðrum, og hefst þegar við kveðjum þennan heim. En hér er svo fjarska gaman að byltingin má bíða stundarkorn. 


mbl.is Facebook geti myndað „hnattrænt samfélag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérhagsmunir, lýðskrum og frjáls umræða

Á tíma flokksblaða, sem stóð fram undir 1990, var ekki talað um sérhagsmuni í fjölmiðlun. Pólitísk öfl réðu ferðinni í blaðaútgáfu og RÚV sá um ljósvakamiðlun. Ekki heldur var talað um lýðskrum.

Umræða um sérhagsmuni óx þegar fjársterkir aðilar, fyrst Jón Ólafsson í Skífunni og síðar Jón Ásgeir í Baugi, keyptu sér dagskrárvald í umræðunni með Stöð 2 og Fréttablaðinu. Aðrir auðmenn komu sér fyrir í öðrum fjölmiðlum, t.d. Björgólfsfeðgar í Morgunblaðinu og Exista-bræður í Viðskiptablaðinu.

Sérhagsmunir eru samt ekki bundnir við auðmenn. RÚV er sérhagsmunabandalag starfsmanna sem berjast fyrir meðgjöf frá ríkinu til fjölmiðlaveldis sem starfar á öllum sviðum miðlunar nema blaðaútgáfu. Lítil félög á sviði miðlunar urðu til, sem hafa þá sérhagsmuni að eiga fyrir útgjöldum: Kjarninn, Eyjan, ÍNN, Útvarp Saga, Stundin, Kvennablaðið, Fréttatíminn og fleiri.

Samhliða auknum sérhagsmunum óx frjáls umræða í bloggi og samfélagsmiðlum.

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans skrifar ádrepu um lýðskrum og sérhagsmuni. Hann biðlar til almennings að styrkja sérhagsmuni smáfyrirtækja í fjölmiðlun. Rökin sem hann beitir eru þau að lýðskrum fari vaxandi í fjölmiðlum.

Ein meginástæðan fyrir lýðskrumi í fjölmiðlum er að stórir sérhagsmunamiðlar, s.s. RÚV, keppa við athyglina sem frjálsa umræðan fær á bloggi og samfélagsmiðlum og stunda aðgerðafréttamennsku - sem er beinlínis hönnuð til að hafa áhrif á pólitíska atburðarás.

Það er ekki lýðskrum þótt bloggarar og samfélagsmiðlarar stundi sleggjudóma um menn og málefni. Lýðskrumið verður aftur á móti yfirgengilegt þegar stórir sérhagsmunamiðlar beita afli sínu til að knýja fram stórpólitíska atburði eins og afsagnir ráðherra, stjórnarskipti og ótímabærar kosningar. Gömlu flokksblöðin leyfðu sér ekki slíka háttsemi.


Bloggfærslur 20. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband