Trump minnkar Bandaríkin - óvissa í Evrópu

Bandaríkin ætla ekki að halda uppi Nató, sem felur í sér valdaafsal í Evrópu. Valdahlutföll í álfunni verða i uppnámi. Stóru ESB-ríkin, annað tveggja sameiginlega eða hvert í sínu lagi, munu keppa við Rússland um forræði á meginlandinu.

Undir forystu Trump minnka Bandaríkin á alþjóðavettvangi og það mun skapa óvissu til skamms tíma.

Þegar frá líður verður til nýtt jafnvægi og jafnvel að friðvænlegra verði í heiminum. Við skulum samt ekki spá Trump Nóbelsverðlaunum.  


mbl.is Vill endalok núverandi heimsmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einræði fjölmiðla eða stjórnvalda

Tal um einræði í fjölræðissamfélagi eins og því bandaríska er dálítið eins og að tala um vatnsskort í miðri djúpu lauginni. Meint einræði er í raun deila um dagskrárvald í pólitískri umræðu.

Fjölmiðlar telja sig eiga dagskrárvaldið skuldlaust og vilja ákveða hvaða pólitísku álitamál eru rædd og á hvaða forsendum. Trump forseti er á öðru máli og efnir til harðrar samkeppni við fjölmiðla um dagskrárvaldið.

Vígvöllurinn þar sem forsetinn og fjölmiðlar heyja baráttu sína er samfélagsmiðlar. Ef fjölmiðlar tapa þessum slag glata þeir dagskrárvaldinu. Ef Trump tapar er hann orðinn hornreka í umræðunni.

Einn sigurvegari er þegar kominn fram: samfélagsmiðlarnir.


mbl.is Fjölmiðlar „óvinir almennings“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin sigraði í sjómannadeilunni

Hart var sótt að ríkisstjórninni í sjómannadeilunni en hún stóðst álagið. Deila sjómanna við útgerðina er innbyrðis barátta um hvernig skuli skipta afkomunni af fiskveiðum. Aldrei var tilefni til þess að ríkisvaldið fjármagnaði lausn deilunnar, þótt ýmsir gerðu kröfu um það.

Ríkisstjórnin hélt fast við  meginreglununa um frelsi og ábyrgð samningsaðila að ná niðurstöðu sín á milli. 

Fiskveiðar er afmörkuð atvinnustarfsemi sem kallar ekki á atbeina ríkisvaldsins líkt og almennir kjarasamningar á vinnumarkaði gera á tíðum. 

Sjómenn og útgerð geta líka vel við unað. Stundum þarf að þreyja þorrann og góuna þegar deilur eru komnar í hnút. Og það var gert í þessu verkfalli.


mbl.is Samið í kjaradeilu sjómanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband