Orðtak góða fólksins: útrýma, óréttlæti og ótækt

Góða fólkið þarf fullvissu ekki rökræðu; samstöðu en ekki umræðu; stórar yfirlýsingar en ekki málefnalega athugun. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar slær eftirfarandi fram: 

Það er vitað að kynbundinn launamunur er raunverulegur. Það er hlutverk okkar þingmanna að gera það sem við getum að útrýma því óréttlæti.

Yfirlýsingin er beint upp úr handbók góða fólksins. Við ,,vitum" en þurfum ekki að afla upplýsinga eða meta tölfræði sem liggur til grundvallar þeirri túlkun að launamunur sé á milli kynja. Umræðan er óþörf, rök skipta ekki máli: VIÐ VITUM.

Á vinnumarkaði er margvíslegur launamunur á milli hópa. Þeir eldri fá hærri laun en þeir yngri, menntun býr til launamun og búseta sömuleiðis. En nokkuð vænn hópur góða fólksins er sannfærður um að vinnumarkaðurinn í heild sitji á svikráðum við konur. Hanna Katrín er að tala til þessa hóps og kann tungutakið sem hrífur. Einhvers staðar frá verður Viðreisn að sækja fylgi.

 


mbl.is Segir ummæli ráðherra ótæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinna í verkfalli - sjálfsbjörg eða siðleysi?

Verkfall er lögmæt aðferð til að knýja fram kjarabætur. Þeir launþegahópar sem fara í verkfall neita að starfa að óbreyttum kjarasamningum.

Starf þeirra sem eru í verkfalli bíður enda ekki heimilt að ráða verkfallsbrjóta.

Sá sem er í verkfalli nýtur launa úr verkfallssjóði, þótt þau séu aðeins hlutfall af reglulegum launum.

Þótt það kunni á yfirborðinu að sýnst sjálfsbjargarviðleitni að maður í verkfalli ráði sig í launavinnu, og taki þar með tvöföld laun, hníga rökin í þá átt að slíkt athæfi samrýmist illa góðum siðum.


mbl.is „Bannað að ráða verkfallsmenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvissa, neikvæðni og öfgaskoðanir

Óvissa um efnahagslega framtíð og um getu samfélagsins að takast á við aðsteðjandi vanda elur af sér neikvæðni. Öfgaskoðanir fá hljómgrunn, ekki síst í óheftri netmiðlun þar sem hávaðinn er á kostnað yfirvegunar.

Samspil óvissu, neikvæðni og öfgaskoðana var áberandi eftir hrun. Samspilið kom hvergi eins skýrt fram og í Samfylkingunni. Óopinbert slagorð flokksins var ,,ónýta Ísland". Öfgarnar birtust í einbeittum vilja Samfylkingar að almenningur tæki á sig ábyrgð á Icesave-reikningum einkabanka annars vegar og hins vegar að þjóðin segði sig til sveitar hjá ESB.

Þjóðin og stofnanir samfélagsins stóðu af sér samfylkingaröfgar eftirhrunsins. Neikvæðnin reyndist byggð á taugaveiklun og móðursýki ístöðulítils fólks sem fyrir sakir sérstakra kringumstæðna fékk hljómgrunn. Veröldin er áfram fögur og Samfylkingin er með þrjá þingmenn.


mbl.is Höldum oft að heimsendir sé að nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband