Guðmundur Andri, Björn Valur og klofningur vinstrimanna

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og þingmaður Samfylkingar segir Vinstri græna, Samfylkingu og Pírata eitt og sama stjórnmálaaflið, sem er sögulega rangt.

Samflokksmaður og starfsbróðir Guðmundar Andra, Hallgrímur Helgason, segir vinstrimenn þjást af sjúkdómi vanmetakenndar og vantrúar.

Aðeins einu sinni sátu vinstrimenn einir að landsstjórninni. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009-2013 var tveggja flokka stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.

Í kosningunum 2013 setti annar flokkurinn, Samfylking, heimsmet í fylgishruni stjórnmálflokks, fór úr tæplega 30 prósent fylgi 2009 í 12,9 prósent.

Lærdómurinn? Jú, farsælast er fyrir vinstrimenn og þjóðina að vinstriflokkarnir skiptist í stjórn og stjórnarandstöðu. En þannig hefur það verið lengst af í lýðveldissögunni. Til heilla fyrir land og þjóð.

Forveri Samfylkingar, Alþýðuflokkur, var í því hlutverki að starfa með Sjálfstæðisflokknum, þegar mál skipuðust á þann veg. Undanfari Vinstri grænna, Sósíalistaflokkur/Alþýðubandalag, starfaði aldrei með Sjálfstæðisflokknum frá 1947 að telja.

Fyrrum varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, boðar að tími sé til kominn að Vinstri grænir starfi með Sjálfstæðisflokknum.

Guðmundur Andri og Hallgrímur geta ekki hugsað sér hlutverk hornkerlingarinnar. Samfylkingin var stofnuð til að verða valdaflokkur en er minni en Vinstri grænir tvennar kosningar í röð. Smáflokkur getur ekki gert tilkall til valda. Það er mergurinn málsins.

 


Ásökun um nauðgun: gildisdómur eða staðreynd?

Ásökun um að einhver sé nauðgari jafngildir ásökun um glæp, enda nauðgun refsivert brot, segir Mannréttindadómstóllinn Evrópu. Nei, segir hæstiréttur á Íslandi, að kalla einhvern nauðgara getur verið gildisdómur, og refsilaust er halda fram gildisdómi.

Þetta er spurning um sjónarhorn. Að kalla einhvern nauðgara gæti verið yfirlýsing um hugarfar viðkomandi og þar með gildisdómur. En gæti líka verið staðhæfing um að viðkomandi hafi nauðgað og þar með staðhæfing um staðreynd.

Blæbrigðin þarna á milli eru hárfín og verður að meta hvert tilfelli fyrir sig. Þegar meta skal blæbrigði umræðu, og ákveða hvort hún skuli refsiverð eða ekki, standa þeir dómstólar sterkari að vígi sem lesa umræðuna á frummálinu.


mbl.is Sendir misvísandi skilaboð með dómum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallgrímur hótar Vinstri grænum

Frambjóðandi Samfylkingar, Hallgrímur Helgason rithöfundur, hótar Vinstri grænum aðför á samfélagsmiðlum hefji þeir viðræður við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar. Hallgrímur birtir hótunina í pistli á Stundinni:

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, sem og hinn óstýriláti lausaleikskrói þeirra sem skírður var Miðflokkur, eru og verða í tröllahöndum. Þetta eru eitraðir flokkar. Sá sem sest í stjórn með þeim deyr í stólnum. Á staðnum.

Hallgrímur segir ,,öskrið okkar eina skjól" í lokaorðum og vísar þar í mátt samfélagsmiðla að gera ys og þys út af engu.

Vinstrimaðurinn Hallgrímur er þekktur fyrir næmt pólitískt stöðumat. Í frægri grein í Morgunblaðinu haustið 2002 skrifaði hann um meinta tilraun Davíðs Oddssonar þáverandi forsætisráðherra að hemja útrásarauðmenn:

Við sem heima sitjum skiljum ekki hvers vegna guðfaðir nýja hagkerfisins snýst gegn bestu börnum þess. Við skiljum ekki hvers vegna sjálfstæðismenn beita öllu sínu gegn sjálfstæðustu mönnum landsins.

Okkur sem vorum að vona að íslenska efnhagskerfið væri loksins að fullorðnast tók það sárt að sjá lögregluvaldi misbeitt gegn framsæknum viðskiptamanni á örlagastundu; einn stærsti árangur Íslendinga í alþjóðaviðskiptum var eyðilagður af litlum mönnum með stór völd.

Hallgrímur er á opinberu framfæri sem rithöfundur. Hann fær listamannalaun frá ríkinu upp á 370 þúsund krónur á mánuði en gefur aðeins upp til skatts 140 þúsund krónur í tekjur. Skattahagræði Hallgríms felst í því að hann telur sjálfan sig fram sem fyrirtæki, verktaka.

Maður með pólitíska næmni Hallgríms og siðferðilega yfirburði telur eðlilega sóma sínum best borgið með öskri á samfélagsmiðlum.


mbl.is Þrír að hefja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband