Samkennd stjórnmálamanna í fjölmiðlabanni

Samkennd stjórnmálamanna sýndi sig í dag þegar þeir tóku sig saman og ræddu sín á milli en kölluðust ekki á í fjölmiðlum. Verkefnið er snúið, að mynda starfhæfa ríkisstjórn með átta flokka á alþingi.

Í hávaðanum sem fylgir stanslausum fréttaflutningi getur verið erfitt að einbeita sér að þjóðþrifamálum.

Sjálfskipaða fjölmiðlabannið er þroskamerki á stjórnmálamenningunni. Og það hlýtur að vita á gott.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur sér tvo vænlega kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáningarfrelsið of rúmt vegna samfélagsmiðla

Flestir sektardómar Mannréttindadómstóls Evrópu gagnvart íslenska ríkinu í meiðyrðamálum ganga út að tjáningarfrelsið sé of takmarkað. Dómur í máli Egils Einarssonar gengur í öfuga átt. Dæmt er að íslenska ríkið veitti Agli ekki næga vernd þegar vegið var að æru hans og mannorði.

Almenna reglan er að gildisdómar skuli refsilausir en ásakanir um lögbrot ekki. Þannig má segja einhvern asna en ekki skattsvikara. Í tilfelli Egils var orðið nauðgari notað um hann.

Samfélagsmiðlar veita hverjum sem er möguleika að tjá sig um hvað sem vera skal. Ólíkt fjölmiðlum búa samfélagsmiðlar ekki að neinum taumhaldsreglum, skráðum eða óskráðum. Af því leiðir fer sumt út í umræðuna sem betur væri ósagt. 

 


mbl.is „Hárrétt lögfræðileg niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fereykisstjórn með tveim ökumönnum

Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir gætu orðið ökumenn í fereykisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Samfylkingar og annað hvort Miðflokksins eða Framsóknar.

Vinstri grænir eru viðkvæmir að fara í ríkisstjórn án Samfylkingar en þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki er einum of til vinstri fyrir sjálfstæðismenn. Nema að Samfylking sætti sig við að smámola í stjórnarráðinu. Annað hvort Miðflokkur Sigmundar Davíðs eða Framsókn gætu rétt af slagsíðuna.

Katrín gæti orðið forsætisráðherra en Bjarni fjármálaráðherra. Miðflokkur/Framsókn tryggði utanríkismálin og Samfylking heilbrigðismál. Innanríkismál og dómsmál yrðu í höndum Sjálfstæðisflokks en Vinstri grænir dekkuðu menntamál.

Það má græja þessa ríkisstjórn fyrir helgi.


mbl.is Allir eru að tala við alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-kosning er fjárkúgun, ekki lýðræði

Engar líkur eru á aðild Íslands að Evrópusambandinu í fyrirsjáanlegri framtíð. Fyrir því eru fimm ástæður, sem hver og ein er nóg til að koma í veg fyrir aðild.

1. ESB-umsókn Samfylkingar frá 2009 strandaði áramótin 2012/2013. Fullreynt var að Ísland ætti heima í ESB. Þriggja ára viðræður leiddu það í ljós.

2. Íslandi vegnar vel utan ESB. Við náðum okkur fyrr og betur úr kreppunni en ESB-þjóðirnar Írland og Grikkland.

3. Strandþjóðir á Norður-Atlantshafi, sem okkur eru líkastar, þ.e. Norðmenn, Færeyingar og Grænlendingar, eru allar utan ESB og ekki á leiðinni inn.

4. Helsta viðskiptaþjóð okkar í Evrópu, Bretland, er á leiðinni út úr ESB.

5. Evrópusambandið er óvinsælt í Evrópu og boðar róttækar breytingar. Enginn veit hvað kemur út úr ferlinu.

Niðurstaða: Stjórnmálaflokkar á Íslandi sem krefjast kosninga um aðild Íslands að Evrópusambandinu stunda pólitíska fjárkúgun sem grefur undan lögmætri stjórnskipun og þar með lýðræðinu.


mbl.is ESB-kosning ekki skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband