Pakkaleikur stjórnmálanna

Flestir þekkja pakkaleiki úr barnaskólum. Allir koma með ómerkta pakka og svo er dregið um glaðninginn. Fyrir kosningar lofa allir flokkar kjósendum glæsilegum pökkum.

Eftir kosningar þora stjórnmálamenn ekki að segja kjósendum að pakkarnir eru mest froða en minnst innihald. En almenningur væntir gjafa og engar refjar.

Sigurður Ingi mætti í Kastljós í kvöld og lýsti angist stjórnmálamanns sem veit að hann getur ekki efnt loforðin frá í október. Umorðað sagði Sigurður Ingi: ,,þeir einu sem vilja ríkisstjórn vinstriflokka og Framsóknar eru villingarnir í bekknum, Píratar, enda býst enginn við alvöru gjöfum frá þeim aðeins einskins verðu rusli. Spjótin standa á okkur ráðsettu. Við verðum að gefa pakka án þess að þjóðarheimilið fari á hausinn.

Stjórnmálafræðingurinn Stefanía hittir naglann á höfuðið þegar hún segir óvissuna lamandi í eftirvæntingu eftir gjöfum stjórnmálamanna. Alveg eins og í barnaskólanum.


mbl.is „Óvissan er lamandi fyrir þjóðfélagið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir og Framsókn eru aðal, hinir til uppfyllingar

Eftir kosningarnar 2016 var Framsóknarflokkurinn útilokaður af hálfu vinstriflokkana sem samstarfsaðili. Vinstriflokkarnir temja sér eineltisvinnubrögð af þessu tagi.

Ef kosningarnar fyrir þrem vikum þótti Sigurði Inga formanni Framsóknar brýnt að sýna að flokkurinn væri kominn inn úr kuldanum. Vonlausu viðræðurnar þjónuðu pólitískum hagsmunum af hálfu Framsóknar enda þótt aldrei hafi staðið til að mynda stjórn.

Katrín Jakobsdóttir og Vinstri grænir fóru í viðræðurnar vegna þeirrar kvaðar sem liggur á flokknum að vinna til vinstri. Sú kvöð var ráðandi fyrir ári þegar Vinstri grænir höfnuðu tveggja flokka ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Vinstri grænir og Framsókn voru aðalflokkarnir í lotunni sem lauk í dag. Samfylking og Píratar eru uppfyllingarefni.

Seinna í dag eða á morgun kemur í ljós hvaða vinna fór hljótt samhliða viðræðum vinstriflokkanna og Framsóknar.


mbl.is „Mikil vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúther, Lenín og byltingar sem heppnast

Hálft árþúsund er frá mótmælum þýska munksins Marteins Lúther og 100 ár frá rússnesku byltingunni þar sem Lenín var forgrunni.

Munkurinn Marteinn ætlaði ekki að bylta kaþólsku kirkjunni. Yrðingarnar 95 sem hann gerði heyrinkunnar voru siðbót. Lenín á hinn bóginn ætlaði að bylta kapítalísku samfélagi.

Siðbót Lúthers lauk með klofningi kirkjunnar. Norður-Evrópa fékk trúarsetningar sem rímuðu betur en kaþólska við meðvitund vaxandi borgarastétt. Nýöld er saga evrópskrar borgarastéttar, sem lagði undir sig heimsálfur, stokkaði upp atvinnuhætti miðalda og skóp megindrætti nútímans.

Verkalýðsstétt Leníns, og hins þýska Marx, skyldi sigra í hólmgöngu stéttabaráttunnar og verða ráðandi afl í mótun sögunnar. Í kennisetningum marxisma er sumt huggulega norrænt og eftir því saklaust; sérhver skal vinna eftir getu og fá umbun eftir þörfum.

Þjóðverjar eru stoltir af arfleifð Lúthers. Rússar hálfskammast sín fyrir Lenín. Lúterska byltingin lukkaðist en ekki sú rússneska.

Munurinn liggur í þeirri staðreynd að Lúther bylti í þágu guðs en ekki manna. Bylting Leníns var verk guðlausra manna.

Maðurinn er vanþakklát skepna, syndugur í kristnu orðfæri. Trúarbrögð kenna betrun mannsins. Markmiðið er hlutdeild í fullkomleika. Lúther var þjálfaður til að túlka vanmátt mannsins gagnvart æðri máttarvöldum. Lenín trúði nýaldarhroka um flekklausa menn í fullkomnu samfélagi. Rússneska byltingin hlaut að enda illa. 

 


Píratar kalla í þingmann til að sitja hjá

Þingmenn Pírata eru þekktastir á alþingi fyrir það framlag að sitja hjá í atkvæðagreiðslum. Pírataþingmenn nenna ekki að setja sig inn í mál og í öðrum eru þeir án sannfæringar og skoðana.

Engu að síður vilja Píratar kalla inn varaþingmann fari svo að einhver kjörinna þingmanna þeirra hreppi ráðherrastól í vinstristjórn.

Smári ,,Savile" McCarty Pírataþingmaður segir það auka skilvirkni og sjálfstæði þingsins að fá fastan varaþingmann til að sitja hjá. Það má öllu nafn gefa.


mbl.is 50 milljón króna ráðherrar Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband