Frumkristni, femínismi - kynlíf, Kötustjórn

Í frumkristni var kynlíf viðurstyggð, sem aðeins skyldi stundað til fólksfjölgunar. Femínismi samtímans er á sömu slóðum.

Í bígerð er að stofna til femínískrar ríkisstjórnar á Íslandi annó 2017.

Fljótt á litið verður ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar þannig háttað að engin hætta er á að kynferðisleg áreitni verði henni að falli.

#hugsajákvætt

 


mbl.is Reyna að „skrúfa saman“ í sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust, fylgi og vinsældafreistni

Traust er lítið í samfélaginu, einkum í stjórnmálum. 32 þingmenn, minnist mögulegi meirihluti, munu ekki skapa traust sín á milli. Einkum ef þeir koma úr popúlískum flokkum eins og Samfylkingu og Pírötum. Þingmenn Vinstri grænna og Framsóknar hafa það umfram hina tvo að vera raunsæir, a.m.k. þorri þeirra.

Þingmenn halda vinnunni eða tapa henni eftir fylgi. Mánaðarlega er gerð fylgismæling á stjórnmálaflokkum. Bæði þeir flokkar sem falla í fylgi og hinir sem auka það standa frammi fyrir freistnivanda.

Fylgislítill flokkur gæti freistast til að spila einleik í óvinsælli ríkisstjórn, til að auka fylgið. Flokkur í meðbyr stendur frammi fyrir freistingunni að leysa til sín vinsældir, annað tveggja með því að mynda nýjan meirihluta eða veðja á kosningar.

Ríkisstjórn með 32 þingmenn er einfaldlega of veik í upphafi til að eiga raunhæfa möguleika á að sitja út kjörtímabilið.


mbl.is Traust mikilvægara en stærðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðframsókn: 15 þingmenn og ráðandi afl

Framsóknarflokkur og Miðflokkur eru samtals með 15 þingmenn, aðeins Sjálfstæðisflokkurinn er stærri.

Verði Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð samstíga gulltryggir það að framsóknarpólitík verði ráðandi í næstu ríkisstjórn.

Og það er ágætismál.


mbl.is Sögulegt símtal Sigmundar og Sigurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lygafréttir og falsfréttir, ekki sami hluturinn

Lygafréttir eru skáldskapur frá rótum, t.d.Elvis lifir og marsbúar ræna fegurðardís. Falsfréttir, einkum þær haganlega sömdu, geyma sannleikskorn.

Frétt með fyrirsögninni ,,Íslenskir vinstrimenn áberandi í Panamaskjölum" væri þannig falsfrétt þótt a.m.k. tveir þekktir vinstrimenn séu beintengdir aflandsreikningum, þ.e. eiginmaður fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna og Vilhjálmur Þorsteinsson fyrrum gjaldkeri Samfylkingar.

Að sama skapi eru fréttir og umræðupistlar um ,,Panamaprinsa" falsfréttir. Engu að síður stendur yfir raðfréttaflutningur miðla eins og RÚV, Stundarinnar og Kjarnans (þar sem Vilhjálmur er hluthafi) sem tengir tvo íslenska stjórnmálamenn við Panamaskjöl/aflandsreikninga/skattaundanskot.

Falsfréttir birtast okkur reglulega sem fréttir. 


mbl.is „Lygafréttir“ er orð ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falsfréttir í vísindum

Vísindamenn eru metnir af orðspori. Vísindagreinar í ritrýndum tímaritum búa til orðsporið að mestu leyti. Vísindamenn, sem hvorki eru betri né verri en fólk flest, falla stundum í freistni og afflytja - falsa - niðurstöður rannsókna til að fá birtar greinar og bæta orðsporið.

Önnur leið er einnig fær vísindamönnum að falsa orðsporið. New York Times segir frá mörg hundruð falstímaritum sem bjóðast til að birta vísindagreinar gegn greiðslu án þess að leggja mat á gæði þeirra.

Í heimi vísinda og fræða er til orðskviðan ,,publish or perish", birtu eða láttu þig hverfa. Orðtakið vísar til þess hve vísindamenn eiga mikið undir að fá rannsóknir birtar. Þegar hægt er að kaupa birtingu á vafasömu efni og það talið vísindalegt framlag er hætt við að orðspor vísindamanna verði minna virði en áður.

Vísindamenn eru á sömu leið og fjölmiðlar, falsfréttir draga úr trúverðugleika þeirra.


mbl.is Sekir um vísindalegt misferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband