Einkalíf Sigmundar, Bjarna og Rósu B.

Einkalíf Sigmundar Davíðs var pólitískt hitamál, þar sem eiginkonu hans tæmdist arfur. Einkalíf Bjarna Ben. var gert að stórmáli með fréttum um að faðir hans hafði skrifað undir hjá manni sem sóttist eftir uppreisn æru.

Þegar sá orðvari nýþingmaður Helga Vala Helgadóttir talar um ,,jakkið" á hún við aursletturnar sem hún og samherjar hennar köstuðu að Sigmundi Davíð og Bjarna Ben.

Víkur þá sögunni að Rósu B. Brynjólfsdóttur þingmanni Vinstri grænna. Hún er leiðandi í kröfunni um að Vinstri grænir starfi með Samfylkingu og notar sömu rök og Helga Vala.

Á vef alþingis segir að hún sé í hjónabandi með fyrrum framkvæmdastjóra Samfylkingar, Kristjáni Guy Burgess. Rósa B. er ekki þýfguð um það hvort sambúð með innvígðum og innmúruðum samfylkingarmanni hafi áhrif á pólitískt mat hennar. Ekki grennslast fjölmiðlar fyrir um hvort enn sé ráðningarsamband milli Kristjáns og Samfylkingar.

Einkalíf Rósu B. er ekki til umræðu á samfélagsmiðlum eða í fréttum. Nærfærnin sem Rósu B. nýtur sýnar hve háttvísir fjölmiðlar eru - þegar kemur að öðrum en Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni.


mbl.is Þrá að spritta sig með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir töpuðu 50% fylgi á Samfylkingarstjórn

Vinstri grænir fóru í ríkisstjórn með Samfylkingu vorið 2009 með rúmlega 20 prósent fylgi. Fjórum árum seinna töpuðu þeir helmingnum af því fylgi, fengu 10,9 prósent í kosningunum 2013.

Þess vegna er harla gott hjá Vinstri grænum að halda í 60 prósent af kjósendum sínum frá síðustu kosningum þegar umræðan hnígur í þá átt að flokkurinn myndi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki.

Í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna getur róttækasta aflið á vinstri væng stjórnmálanna brotið í blað, sýnt fram á að flokkurinn sé tækur í stjórnarráðið þótt ekki sé neyðarástand í samfélaginu, líkt og eftir hrun. Þar með geta Vinstri grænir orðið umbótaafl í stað mótmælahreyfingar.

Það er alltaf eftirspurn eftir umbótum en harla sjaldgæft að kallað sé á byltingu. Og þá sjaldan það gerist étur byltingin oftast börnin sín.


mbl.is Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjalltæki og einkalífið

Foreldrar kaupa snjallúr á börnin sín til að fylgjast með þeim, hvar þau eru og samskiptum þeirra. Úrin gefa upp staðsetningu og eru hljóðnemar. Hlutverk foreldra er að gæta barna sinna og snjallúr auðvelda það.

En það er önnur hlið á málinu sem ekki er eins jákvæð. Ef notkun slíkra tækja verður almenn, ekki aðeins barna heldur alls almennings er einkalíf fólks orðið takmarkað.

Á móti má segja að á meðan enginn er neyddur til að bera snjallúr er einstaklingum valfrjálst að vera undir eftirliti eða ekki. En félagslegur þrýstingur gæti knúið fólk að vera undir eftirliti, ef ekki foreldra þá maka eða vinnuveitanda. Sá sem ekki vildi ganga með snjallúr yrði sjálfkrafa tortryggilegur.

Einu sinni var einkalíf sjálfsagður hlutur. Ekki lengur.

 


mbl.is Banna sölu á snjallúrum fyrir börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband