Bylting kemur ekki í bútum - gagnbylting ekki heldur

Jóhanna Sigurðardóttir og ríkisstjórn hennar ætlaði að bylta samfélaginu. Ný stjórnarskrá, nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi og aðild að Evrópusambandinu var byltingartilraun.

Vanmetakindurnar á vinstrikantinum fengu aldrei í lýðveldissögunni umboð frá þjóðinni til landsstjórnar. Undantekningin var hrunkosningin 2009. Nú skyldi höggva, bæði lýðveldið og andstæðingana. Byltingarrúsínan í pylsuendanum var sýndarréttarhöld yfir föllnum forsætisráherra Sjálfstæðisflokksins. Handritið var frá Moskvu á fjórða áratug síðustu aldar.

Jóhanna segir núna að líklega færðist vinstristjórnin 2009-2013 of mikið í fang. Það er mislestur á aðstæðum. Eftir að Samfylking sveik Sjálfstæðisflokk og felldi ríkisstjórn Geirs H. Haarde var ekki aftur snúið. Valdataka vinstrimanna vorið 2009 var allt eða ekkert. Annað tveggja var að uppfylla villtustu drauma vitlausa vinstrisins í einni andrá eða það yrði alls engin vinstristjórn. Bylting kemur ekki í bútum heldur holskeflum. Það vita allir sem kunna sögu.

Vinstristjórn Jóhönnu hlaut að gera ítrustu kröfur um uppstokkun samfélagsins vorið 2009. Allt frá fyrsta klofningi vinstrimanna, 1930 þegar kommúnistar klufu sig úr Alþýðuflokknum, höfðu þeir beðið eftir þessu tækifæri. Og 79 ár er langur tími.

En rétt eins og byltingin kemur ekki í bútum gerir gagnbyltingin það ekki heldur. Það tókst að lama ríkisstjórn Jóhönnu Sig. strax veturinn 2010. Ekki síst vegna þess að auðvelt var að sýna ríkisstjórnina and-íslenska. Óopinbert slagorð stjórnarinnar var ,,ónýta Ísland." Almenningur vissi sem var að hrunið leiddi ekki í ljós ónýtt samfélag heldur rotið bankakerfi. Nokkur munur á þessu tvennu. En vinstrimenn skilja hvorki fjármál né þjóðina; þess vegna eru þeir í svo mörgum flokkum.

Stjórnin hékk út kjörtímabilið en það var aðeins fyrir spéhræðslu ráðherranna og ferðarisnu Birgittu að meirihlutinn féll ekki.

Í kosningunum 2013 skellur fallöxin á misheppnuðu byltinguna. Fjórum árum áður fengu Vinstri grænir og Samfylking meirihluta atkvæða. Vorið 2013 fékk Samfylking 12,9 prósent fylgi og Vinstri grænir tveim prósentum minna.

Á Íslandi er einfaldlega ekki eftirspurn eftir byltingu.

 


mbl.is Færðumst of mikið í fang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáningarfrelsið - þrátt fyrir Loga

Tjáningarfrelsinu í stjórnarskránni er óhætt á meðan menn eins og Snorri Óskarsson nýta sér það til að tjá sannfæringu sína. Eða eins og segir í 73. grein stjórnarskrárinnar:

Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. 

Logi Einarsson formaður Samfylkingar  sagði mannréttindi Snorra lítils virði ef hann nýtti þau til að hafa rangar skoðanir. Logi sagði í viðtali:

Varðandi tjáningarfrelsi Snorra segir Logi að tjáningarfrelsinu séu settar skorður. „Tjáningarfrelsið, það má aldrei skerða rétt annarra,“ segir Logi.

Samkvæmt Loga er tjáningarfrelsið aðeins fyrir ,,réttar" skoðanir. Menn eins og Logi eru stórhættulegir mannréttindum. Útgáfa Loga af mannréttindum er beint upp úr Dýrabæ Orwell: sumir eru jafnari en aðrir, sumar skoðanir á að banna.


mbl.is Snorri í Betel fær 6,5 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstritrú, valdleysi og einangrun

Hrein vinstritrú var til skamms tíma að vinna ekki með Sjálfstæðisflokki. Aðeins einn flokkur var ,,hreinn" í þessum skilningi, Vinstri grænir. Að stórum hluta stafaði sakleysið af valdleysi.

Forverar Vinstri grænna, Alþýðubandalag og Sósíalistaflokkur, voru aldrei nógu öflugir flokkar, mælt í þingstyrk og áhrifum í samfélaginu, til að verða samstarfsaðili Sjálfstæðisflokks. Stærsti ásteytingarsteinninn var þó alltaf afstaðan til veru bandaríska hersins á Miðnesheiði. Það ágreiningsefni gufaði upp hægt og hljóðlega árið 2006.

Vinstri grænir, sem kjósa að halda í ,,hreinleikann", óska sér í reynd valda- og áhrifaleysis. Sem er nokkuð kyndug afstaða fyrir fólk sem á annað borð gefur sig að pólitík. 


mbl.is Drífa Snædal segir sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stétt með stétt

Um 80 prósent Íslendinga telja sig til millistéttar. Launajöfnuður er hvað mestur hér í alþjóðlegum samanburði.

Ný ríkisstjórn byggð á breiddinni í stjórnmálum leitar sjálfkrafa í meðalhófið sem að nokkru glataðist í umróti útrásarinnar.

Ríkisstjórnin þarf ekki að hugsa stórt en hún þarf að vanda sig.


mbl.is Sáttmáli kynntur í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband