Ótímabærar kosningar eru skaðvaldur

Í þingkosningum kynna stjórnmálaflokkar útgjöld til að kaupa sér atkvæði. Margt er sagt loðið í kosningabaráttunni en engu að síður er hægt að námunda útgjöldin, líkt og Seðlabankinn hefur gert.

Tvennar þingkosningar á einu ári eru þjóðarbúinu dýrkeyptar og samfélaginu til skaða.

Annað tveggja gerist eftir kosningar. Stjórnmálaflokkar efna loforðalistann og setja þjóðarbúið á hausinn eða þeir vinda ofan af loforðum um útgjöld og efna þau ekki nema að hluta. Við þær aðstæður er hægt að saka stjórnmálin um að svíkja gefin loforð.

Hvorugt er vel gott.


mbl.is Viðskiptaafgangur hyrfi á þremur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máttarstólpar í meiðyrðum

Hæstiréttur er einn máttarstólpi lýðveldisins og Jón Steinar Gunnlaugsson er einn af máttarstólpum umræðunnar síðustu áratugi. Nú mætast hæstaréttardómari og Jón Steinar í réttarsal til að útkljá hvar gagnrýni þess síðarnefnda stendur gagnvart 73. grein stjórnarskrárinnar. En þar segir:

Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.

Sumum finnst heldur slæmt að gagnrýni Jóns Steinars á hæstarétt skuli fara fyrir dóm. Önnur og jákvæðari túlkun á málsatvikum er að æskilegt sé að dómstólar leggi reglulega mat á hvar tjáningarfrelsið endar og æruvernd tekur við. Landamærin þar á milli eru í stöðugri endurskoðun eins og sæmir lifandi samfélagi umræðunnar. 


mbl.is Mál Benedikts og Jóns Steinars þingfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengi, kjöt og frjálslyndi

Áfengi í matvörubúðir og óheftur innflutningur á fersku kjöti er kennt við frjálslynda pólitík. Lýðheilsurök mæla með að áfengi skuli selt í sérverslunum og ferskt kjöt útlent sæti innflutningstakmörkum.

Reynslan styður lýðheilsuna, áfengisvandi íslenskra ungmenna er minni en víðast á byggðu bóli og íslensk matvæli hollari en gengur og gerist.

Þegar reynsla og lýðheilsa standa andspænis frjálslyndi hlýtur pólitíkin að víkja fyrir heilbrigðri skynsemi.


mbl.is Dómur EFTA geti „ógnað lýðheilsu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband