3 mælikvarðar á nýja ríkisstjórn

Valdahlutföll á alþingi er hægt að mæla í þingstyrk. Átta flokkar eru á þingi og skipta þeir með sér 63 þingsætum. Sjálfstæðisflokkur er stærstur með 16 þingmenn en Flokkur fólksins og Viðreisn eru smæstir, hvor með 4 þingmenn.

Valdahlutföll í samfélaginu er erfiðara að mæla. Þar eru í hrærigraut efnahagsstyrkur atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar, kennivald miðla og félagsauður samtaka.

Minnsta eining samfélagsvalds er kosningarétturinn, sem er virkjaður með formlegum hætti þegar gengið er að kjörborði en þess á milli óformlega í skoðanakönnunum.

Ný ríkisstjórn þarf að standast alla þrjá mælikvarðana. Hún þarf hreinan meirihluta á alþingi, helst ekki færri en 34-35 þingmenn. Stjórnin verður að eiga bakland í efnahags- og félagskerfinu í landinu. Og í þriðja lagi verður ný ríkisstjórn að eiga von um sæmilegan stuðning landsmanna.

Dregið saman: ný ríkisstjórn þarf breidd í skírskotun sinni og dýpt í þingstyrk.

 


mbl.is „Kemur í ljós hverjir ná saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sex flokka stjórn - Jón Gnarr forsætisráðherra

Vinstriflokkarnir þrír auk Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins eru sagðir í viðræðum um að mynda ríkisstjórn.

Viðræðurnar kitla hláturtaugarnar. Einkum ef þær fela einnig í sér að Jón Gnarr verði forsætisráðherra.

Spaugsamir eru vinstrimenn, þeir mega eiga það.


mbl.is Brotalamir til vinstri og hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn I og II

Framsóknarflokkur og Miðflokkurinn eru tvær greinar af sama meiði. Í forystu fyrir flokkunum eru fyrrum samherjar sem urðu ósáttir þar sem annar felldi hinn úr formannsstól eftir fordæmalausa pólitíska atlögu RÚV.

En bæði Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð gefa sig að stjórnmálum til að vinna í þágu almannahagsmuna. Og báðir eru nógu stórir i sniðum til að leggja persónulegan ágreining á hilluna þegar þjóðarhagsmunir kalla.

Samanlagt eru Framsókn I og II með yfir 20 prósent fylgi og 15 þingmenn. Í smáflokkakraðakinu á alþingi er það verulegt pólitískt afl. Raunsæir menn eins og Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð hljóta að virkja það afl þegar aðstæður kalla. 


mbl.is Gæti strandað á óvild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband