ESB-lýðræðið, þetta litla, deyr í Katalóníu

Evrópusambandið er valdablokk ríkisstjórna, sem í orði kveðnu þykist byggja á lýðræðishugsjón. En þegar 7,5 milljón manna þjóð, Katalónar, rís upp og krefst sjálfstæðis frá Spáni segir ESB pass, þetta kemur okkur ekki við.

Viðbrögðin voru önnur og harkalegri þegar Krím fór frá Úkraínu til Rússlands á grunni þjóðaratkvæðagreiðslu. ESB setti viðskiptabann á Rússa, sem Ísland er illu heilli aðili að.

ESB tuktar líka til Breta vegna ríkisborgara ESB er búa og starfa þar í landi og krefst að réttindi þeirra séu tryggð eftir Brexit.

En ESB lítur á sjálfstæðisbaráttu Katalóna sem spænskt innanríkismál þar sem lögreglukylfur og táragas eru leyfileg verkfæri gegn friðsömum borgurum.

Guardian, bresk útgáfa hliðholl ESB, dregur saman stöðuna. Evrópusambandið er í felum frá lýðræðinu í Katalóníu.


mbl.is Spánarkóngur fordæmdi sjálfstæðisbaráttuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótti við vinstristjórn lækkar krónuna

Vaxtalækkun Seðlabankans er traustsyfirlýsing á hagkerfið. Krónan ætti að hækka í verðgildi við þessar kringumstæður. En hún lækkar í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði.

Ástæðan er nærtæk. Sama dag og vaxtalækkun var tilkynnt birtist skoðanakönnun sem veit á vinstristjórn.

Ríkisstjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata er uppskrift að efnahagslegum óstöðugleika, með tilheyrandi verðbólgu og hallarekstri á ríkissjóð.

Fólk og fyrirtæki munu kaupa gjaldeyri til að búa sig undir gjaldeyrishöft og fallandi verðgildi krónunnar.

Harðindavetur vinstristjórnar má enn forðast - ef við notum atkvæði okkar skynsamlega 28. október.


mbl.is Óvissa í stjórnmálum ekki áhrifavaldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð: vinstristjórn Vg, Samfó og Pírata

Ísland yrði ekki Norður-Kórea ef ríkisstjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata tæki við völdum um næstu mánaðarmót. En lýðveldið okkar myndi láta á sjá.

Stöðugleiki og góðæri yrðu um næstu áramót minning um veröld sem var.

Könnun Fréttablaðsins er áminning um að hrollvekja vinstristjórnar er því miður ekki fjarlægur möguleiki.

Eina vörnin gegn vinstristjórn er sterkur Sjálfstæðisflokkur.


mbl.is VG langstærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband