Samfylking boðar skatt á ellilífeyrisþega

Samfylking segir það ,,eignaójöfnuð" að ellilífeyrisþegar eigi húsnæði upp á milljónatugi. Talsmaður flokksins í skattamálum, Ólafur Ágúst Ólafsson, boðar í viðtali á RÚV að Samfylkingin muni skattleggja ,,eignaójöfnuðinn".

Fólk eignast húsnæði sitt með launavinnu út ævina. Það mun ekki njóta afraksturs starfsævinnar ef Samfylkingin kemst í ríkisstjórn. Sparnaðinn ætlar Samfylkingin að skattaleggja með þeim rökum að húseignir eru ,,ójöfnuður".

Við getum komið í veg fyrir samfylkingarskatt á ævisparnaðinn með atkvæði okkar eftir rúma viku.


mbl.is Meðallífeyrisþeginn á 40 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV ræðst á tjáningarfrelsið

RÚV réðst á tjáningarfrelsið þegar bloggara var stefnt fyrir dóm vegna gagnrýni á fréttastofu RÚV. Efstaleiti lét sér ekki segjast þegar héraðsdómur sýknaði bloggara heldur reyndi fyrir sér í hæstarétti.

Þegar stórir fjölmiðlar leggja sig í framkróka að klekkja á gagnrýnisröddum er augljóst að fjölmiðlar eru komnir í bullandi pólitík í stað þess að segja fréttir.

Í auknum mæli reyna fjölmiðlar að hafa áhrif á stjórnmál, oft og iðulega í samspili við umræðu á samfélagsmiðlum.

Mannréttindastofnun HÍ ætti fremur að hafa áhyggjur af glæfralegu framferði fjölmiðla við að hanna pólitíska atburðarás fremur en að hnýta í dómstóla. Fjölmiðlar fara óvarlega með það vald sem þeim er treyst fyrir. Dómar í meiðyrðamálum eru almennt í takt við línurnar sem lagaðar eru af Mannréttindadómstól Evrópu.

Vandinn snýr ekki að takmörkun tjáningarfrelsis fjölmiðla heldur valdbeitingu fjölmiðlanna. 


mbl.is Skýrsla um áfellisdóma yfir ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundin: engar fréttir í 10 ár

Stundin telur ekkert fréttnæmt hafa gerst í tíu ár eða frá því að Glitnir fór á hausinn. Svört forsíða Stundarinnar gefur þessa yfirlýsingu:

við megum ekki segja tíðindi úr stolnum gögnum úr þrotabúi Glitnis. Ekkert annað er að frétta. 

Fjölmiðill sem ekki sér neitt fréttnæmt, nema tíu ára endurunnar fréttir, ætti kannski að snúa sér að sagnfræði. En til þess þarf bæði að kunna að meta heimildir og umgangast sannleikann af virðingu. Stundin kann hvorugt.


mbl.is Svört forsíða Stundarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB þvær hendur sínar af Katalóníu

Lýðræðisleg krafa Katalóníu um fullveldi fær ekki hljómgrunn hjá Evrópusambandinu. Katalónar eru ,,aðeins" um 6 milljón manna þjóð en Spánn telur 46 milljónir. ESB hugsar í valdahlutföllum og þar tapa alltaf smáþjóðir.

Ríkisstjórnin í Madríd fær stuðning Evrópusambandsins til að kæfa sjálfstæðistilburði Katalóna. Meginreglur um lýðræði, sem ESB þykist hafa í hávegum, eru einfaldlega lagðar til hliðar þegar þurfa þykir.

Það verður holur hljómur í málflutningi Evrópusambandsins næst þegar valdhafar í Brussel gera sig breiða á alþjóðavettvangi og tala um lýðræði. Í Brussel er lýðræði aðeins upp á punt.


mbl.is Ekki rými fyrir aðkomu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband