Fjölmiðlar plataðir eða fjölmiðlar að blekkja?

Tíu ára gömul gögn úr þrotabúi Glitnis dúkka upp í fjölmiðlum. Enginn fjölmiðill fjallar um lekann eða veltir fyrir sér hver standi að baki. Eftir að fréttir birtast og eru til umfjöllunar í heila viku kemur fram lögbannskrafa frá þrotabúi Glitnis.

Lögbannskrafan er tímasett þannig að hún valdi Bjarna Benediktssyni og Sjálfstæðisflokknum hámarksskaða. Hvers vegna var beðið í heila viku? Var það til að undirbúa jarðveginn, leyfa slúðrinu að grassera?

Gögnin frá Glitni eru sögð varða þúsundir Íslendinga. Hvers vegna eru Stundin/Reykjavík Media ekki krafin um svör um hvort þetta sé rétt? Hvers vegna upplýsa fjölmiðlar ekki efnisatriðin og beina gagnrýnum spurningum til þeirra sem um véla?

Eða eru fjölmiðlar fyrst og fremst að hugsa um að taka þátt í pólitík?


mbl.is „Setur málin í undarlegt samhengi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög, lýðræði og pólitík - en mest blekking

Stundin er samfélagsmiðill og gæti stofnað nýtt lén til að koma á framfæri meintum upplýsingum sem ,,varða almannahag". Eða slakað upplýsingunum til systurfélagsins, Kjarnans. Ef upplýsingarnar eru merkilegar er einfalt að leggja þær fram. 

Yfirstandandi herferð Stundarinnar, í samstarfi við RÚV og Reykjavík Media, gegn Sjálfstæðisflokknum og Bjarna Benediktssyni hófst með viðurkenningu að reynt væri að hafa áhrif á pólitíska umræðu hér á landi með gömlum fréttum.

Lög gilda um hvernig skuli farið með lögbann. Nefnd alþingis breytir ekki þessum lögum, allra síst þegar alþingi er ekki starfandi.

Lögbannsumræðan er mest blekking.


mbl.is Nefndin fundar vegna lögbannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur: vinstristjórn þýðir ný ESB-umsókn

Össur Skarphéðinsson fyrsti formaður Samfylkingar segir einboðið að fái vinstriflokkarnir tækifæri eftir kosningarnar 28. október til að mynda ríkisstjórn verði aðalmálið að gera Ísland að aðildarríki Evrópusambandsins.

DV segir frá ummælum Össurar.

ESB-umsókn klyfi þjóðina í herðar niður, líkt og gerðist 2009-2013. Meirihluti þjóðarinnar er afgerandi á móti ESB-aðild.

 

 


mbl.is Mikið fylgistap Flokks fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær elítur, einn gjaldmiðill og tveir flokkar

Efnafólk, sem þénar meira en milljón á mánuði, og háskólamenntaðir sérfræðingar vilja evru og ESB-aðild fremur en allur almenningur. Efnafólkið vill geta flutt peningana sína úr landi eftir hentugleikum og háskólamönnum bjóðast góð starfskjör í sérfræðiveldi Evrópusambandsins

Viðreisn er flokkur efnafólksins og Samfylkingin er framboð sérfræðinganna.

Allur þorri almennings veit sem er að krónan er verkfæri til að jafna lífskjörin, dreifir byrðinni þegar illa árar og lyftir kaupmættinum í góðæri.

 


mbl.is Fleiri vilja halda í krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband