ESB veiðir ekki atkvæði, hylur ekki pólitíska nekt

ESB-málið þjónaði tvennu hlutverki hjá Samfylkingunni. Í fyrsta lagi var hægt að fá atkvæði út á ESB-aðild hjá um þriðjungi kjósenda. Í öðru lagi huldi Evrópa pólitíska nekt Samfylkingarinnar.

Um aldamótin var Samfylkingin stofnuð til að verða stór flokkur. Málefnin voru aukaatriði. Í stað þeirra flaggaði flokkurinn ESB-umsókninni. Fimmtán áður síðar reyndi Viðreisn sama leikinn á hægri kanti stjórnmálanna. Í hvorugu tilvikinu heppnaðist áætlunin.

Evrópusambandið er í djúpri kreppu og verður ekki áhugaverður kostur fyrir Ísland í fyrirsjáanlegri framtíð.


mbl.is Mikill meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kókaín, morð og fjölmiðlar

Maður sem reyndi að smygla til landsins kókaíni er sagður brasilískur í fjölmiðlum. Í september var framið morð í vesturbæ Reykjavíkur. Meintur gerandi er alltaf kynntur sem ,,maðurinn" í fjölmiðlum jafnvel þegar birtar eru af honum myndir.

Morð er alvarlegra afbrot en kókaínsmygl. Fjölmiðlar verða að gæta samræmis þegar meintir brotamenn eru auðkenndir í fréttum

Eða hvers eiga Brasilíumenn að gjalda?


mbl.is Áfram í varðhaldi vegna fljótandi kókaíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tröllin í umræðunni og miðaldir í pólitíkinni

Tröll eru tilbúinn veruleiki, skáldskapur til að henda reiður á margbrotinni tilveru. Skynreynsla og rökgreining mega sín lítils í tröllaheimi. Tröll samtímans eru kennd við netheima.

...meginefnið [er] hin yfirnáttúrulega reynsla, hvernig henni er komið í orð og tengsl hennar við aðra þætti samfélagsins, þ.e. hvernig tröllskapur er vitnisburður um hvers konar samfélagslegan núning og vandamál.
 
Tilvitnaður texti fenginn úr kynningu Ármanns Jakobssonar á fyrirlestri um tröllskap á miðöldum: Að sjá tröll.
 
Sumt breytist ekki nema á yfirborðinu.

Hælisleitendur, glæpir og öryggisógn

Frakklandsforseti boðar hertar aðgerðir gegn ólöglegum útlendingum í kjölfar vaxandi glæpatíðni. Danir telja öryggisógn stafa af útlendingum sem koma með ólögmætum hætti inn í landið.

Sigurvegari þingkosninganna í Austurríki í gær vill loka á aðstreymi hælisleitenda.

Frakka, Dani og Austurríkismenn skortir líklega ,,mildi og mannúð" Íslendinga.

 

 


mbl.is Herða aðgerðir gagnvart glæpamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband