Viðreisn sækir til vinstri - Samfylking tapar

,,Vinstri velferð - hægri hagstjórn," er slagorð Viðreisnar í kosningabaráttunni. Með Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í brúnni mátti reyna að selja hugmyndina. Nú er hann farinn og þar með hagstjórnin.

Þorgerður Katrín kann ekkert í fjármálum, nema kannski þegar einkahagsmunir eru í húfi.

Eftir stendur kratísk stefna um vinstri velferð. Logandi hrædd Samfylking gæti orðið fyrir tjóni. 


mbl.is Þorgerður Katrín nýr formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

7 flokka kerfi - 2 útafskiptingar

Sjö flokka kerfið sem varð til við síðustu þingkosningar ætar að halda velli. Kjósendur virðast ætla að skipta tveim flokkum inn á alþingi, Miðflokknum og Flokki fólksins, en útaf fara Björt framtíð og Viðreisn.

Innáskiptingarnar eru til marks um aukinn sóknarhug og meiri bjartsýni. Viðreisn, eins og aðrir ESB-flokkar, talaði þjóðina niður og Björt framtíð, eins og aðrir vinstriflokkar, var óopinberlega með slagorðið ,,ónýta Ísland".

Miðflokkurinn er sókndjarfur fyrir hönd þjóðarinnar allrar. Flokkur fólksins sækir fylgi til þeirra sem telja sig fara á mis við góðærið.

Skynsöm þjóð, Íslendingar.


mbl.is Vinstri grænir með 21,8% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV: Dulúð á Efstaleiti

RÚV gafst upp á að klekkja á Sigmundi Davíð með málefnum og greip til dulúðar. Til að gera Sigmund Davíð tortryggilegan birtir RÚV í dag ekki-frétt um að íslensk yfirvöld hafi fengið upplýsingar um Sigmund Davíð.

Aðferð RÚV er kennd við Gróu á Leiti; gefa í skyn, segja hálfa söguna og láta í veðri vaka.

Dulúð á Efstaleiti er rafræn útgáfa frumgerðarinnar.

 


mbl.is Einstakt tækifæri til sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðflokkurinn þriðji stærstur

Miðflokkur Sigmundar Davíðs er þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Miðflokkurinn var stofnaður fyrir fjórum dögum og hefur ekki birt stefnuskrá sína. Fylgið sem flokkurinn mælist með er persónufylgi Sigmundar Davíðs.

Sókn vinstriflokkanna hefur stöðvast. Vinstri grænir standa í stað en Samfylking og Píratar gefa eftir. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn á jafnsléttu eftir aðför vinstrimanna og fjölmiðla þeirra að formanni flokksins. Bjarni Benediktsson kom sterkur út úr sjónvarpsviðtali í gær og bætir stöðuna dag frá degi úr þessu.

Það er hálfleikur í snarpri kosningabaráttu og úrslitin hvergi nærri ráðin.


mbl.is VG með tæp 30% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband