Viðreisn í uppreisn gegn formanni sínum

Þingmenn Viðreisnar eru óánægðir með framgöngu formannsins í stjórnarmyndunarviðræðum. Einn þingmanna Viðreisnar setur opinberlega fram fyrirvara við stjórnarsáttmálann - áður en hann er kynntur.

Fyrir liggur að væntanleg ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar/Bf verði með nauman meirihluta á alþingi. Einn þingmaður getur stillt stjórnarmeirihlutanum upp við vegg. Það er ,,drulluerfitt" segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Brynjar er allt annað en ánægður með að 21 manns þingflokkur Sjálfstæðisflokkinn fái jafn marga ráðherra og 11 manna þingflokkur Viðreisnar/Bf.

Möguleg ríkisstjórn þessara flokka verður að fyrirgefa þótt tiltrú á henni verði ekki mikil.


Ábyrgð foreldra á tvöföldum nauðgara

Ábyrgð foreldra 18 ára drengs sem dæmdur er fyrir tvær nauðganir er nákvæmlega engin, samkvæmt frétt RÚV.

RÚV stillir málinu þannig upp á ríkið hefði átt að bjarga samfélaginu frá nauðgaranum. Þessi framsetning er skammarleg.

Hver einstaklingur ber ábyrgð á sjálfum sér. Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum. Mannréttindi okkar hvíla á þessum sannindum.

Ef ríkið á að bera ábyrgð á glæpum fólks verðum við að veita ríkinu víðtækar heimildir til að stjórna heimilishaldi okkar. Og það viljum við ekki.


mbl.is Dæmdur fyrir 2 nauðganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Smári stofnar sósíalistaflokk - á RÚV

Maðurinn sem stjórnaði fjölmiðlaveldi Baugs, Gunnar Smári Egilsson, stofnar Sósíalistaflokk Íslands á grunni Fylkisflokksins, sem átti að leiða okkur inn í Noreg.

Gunnar Smári steypti Baugsútgáfunni í Danmörku í glötun og kostaði það 25 milljarða. Sami maðurinn gerðist múslími um tíma, til að vinna fjölmenningu brautargengi.

Síðustu misserin gefur Gunnar Smári í slagtogi við þekkta kapítalista út Fréttatímann. Kapítalistarnir yfirgáfu Gunnar Smára fyrir nokkrum dögum.

Svar Gunnars Smára er að stofna sósíalistaflokk og heimta hærri skatta á kapítalista, sem þó myndi skila fimm milljörðum minna en nemur tapi Gunnars Smára í Danmörku. Dýr yrði Smárinn allur.

Alltaf finnur Gunnar Smári sér viðhlæjendur sem ríma við frelsunarguðspjallið hans hverju sinni. RÚV er skelin sem best hæfir kjafti nýorðins sósíalista.


Bloggfærslur 6. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband