Góða fólkið og félagsleg sannindi

Félagsleg sannindi eru hálfsannleikur, ýkjur og skröksögur sem magnast upp með endurtekningu, - nú á dögum einkum á samfélagsmiðlum.

Góða fólkið, sem er heilagra en allt annað, hagar lífi sínu í takt við félagsleg sannindi.

Á 16. og 17. öld stóðu svartklæddir menn í predikunarstólum og síbyljuðu félagsleg sannindi þess tíma. Góða fólkið sá um að útfærsluna og brenndi mann og annan lifandi. Í dag er Twitter predikarinn.


mbl.is Vill ekki sjá hana í þættinum hjá sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta sniffaði af röngu efni

Birgitta Jónsdóttir pírati er alltaf með svar á reiðum höndum þegar eitthvað gerist í þjóðfélaginu: stofnanir brugðust. Ástæðan er einföld.

Í stofnunum samfélagsins starfa sérfræðingar, fólk með háskólapróf. Birgitta veit að í röðum pírata er nær enginn með æðri prófgráðu. Nokkrir eru með upplognar prófgráður en þær telja ekki. Birgitta móðgar engan pírata þegar hún kennir stofnunum samfélagsins um þegar eitthvað bjátar á.

En í þetta sinn sniffaði Birgitta af röngu efni. Kísilryk er ekki eiturefni


mbl.is Birgitta segir eftirlitsstofnanir bregðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slétt yfirborð leynir óreiðunni undir niðri

Á yfirborðinu eru stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar/Bf sléttar og felldar. Undir niðri er óreiða. Þrjár ástæður eru fyrir því. Í fyrsta lagi sækir Viðreisn/Bf að Sjálfstæðisflokknum í afar viðkvæmu máli, Evrópumálum.

Í öðru lagi verða gífurlega erfið mál á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar, sala ríkiseigna, þar á meðal bankanna. Ríkisstjórn með eins þingmanns meirihluta á alþingi er þar í afar veikri stöðu, einkum þegar vinstriflokkarnir eru sameinaðir í stjórnarandstöðu. Það ferli verður óðara teiknað upp sem Engeyjarsamsæri.

Í þriðja lagi eru máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins, t.d. Styrmir GunnarssonBjörn Bjarnason og Morgunblaðið tortryggnir, svo ekki sé meira sagt.

En á yfirborðinu er allt slétt og fellt.

 

 


mbl.is Einhugur um samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband