Róbert og Brynhildur setja stjórnarviðræður í uppnám

Björt framtíð er í stjórnarmyndunarviðræðum og tveir fyrrverandi þingmenn flokksins segja sig úr honum. Þetta eru pólitísk skilaboð.

Þingmennirnir tveir fyrrum, Róbert Marshall sérstaklega, eru af vinstri væng flokksins. Róbert kom úr Samfylkingunni.

Það er hægt að segja sig úr stjórnmálaflokki þegjandi og hljóðalaust. En það er líka hægt að gera það í fjölmiðlum á viðkvæmum tímapunkti.

Uppsagnir Brynhildar og Róberts vekja spurningar um hve heil Björt framtíð er í stjórnarmyndunarviðræðum. Og vangaveltur hvort ríkisstjórnarmeirihluti upp á einn þingmann sé á vetur setjandi.

 

 


mbl.is Brynhildur og Róbert hætt í BF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri fjölmiðlun án RÚV

RÚV er merkisberi ófaglegrar og óvandaðrar fjölmiðlunar hér á landi. Þetta gildir sérstaklega um fréttastofu RÚV sem spinnur upp lygafréttavefi, t.d. með atlögunni að hæstarétti í haust og Panama-skjölunum sl. vor.

Ríkissjóður fjármagnar RÚV og ber ábyrgð á uppgangi óvandaðrar fréttamennsku hér á landi síðustu misserin.

Fyrsta skrefið í átt að betri fjölmiðlun er að loka fréttastofu RÚV.


mbl.is Stjórnvöld treysti stöðu og framtíð fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvitavandi vinstrimanna

Vinstrimenn dreifa sér á fjóra flokka sem eiga fátt sameiginlegt, nema að þeir róa á sömu kjósendamið að hluta.

Elstu vinstriflokkarnir, Vinstri grænir og Samfylking, eru fæddir um aldamót og táningar að aldri. Tveir yngstu, Píratar og Björt framtíð, eru pólitískir óvitar enda annar þeirra hundur í bandi Viðreisnar. Á meðan er Framsókn 100 ára og Sjálfstæðisflokkurinn á tvö ár í nírætt.

Vinstrimenn geta ekki gert upp hug sinn um hvernig stjórnmálaflokkum þeir vilja halda úti og þeir eru illa í stakk búnir að starfa í landsstjórninni. Vinstri grænir virðast þó ranka við sér úr óvitahætti. Þeir biðja seint og um síðir um samtal að hætti unglinga; fokking ótrúlegt.


mbl.is Hugnast B, D og V
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump afneitar arfi Napoleóns

Innrás Napoleóns í Egyptaland fyrir 220 árum markar upphaf vestrænnar valdatogstreitu í miðausturlöndum. Vestræn ríki s.s. Frakkland, Bretland og Bandaríkin eftir seinna stríð létu sig málefni miðausturlanda skipta af hernaðarlegum en umfram allt af efnahagslegum ástæðum, sbr. Súez-skurðurinn og olía.

Donald Trump Bandaríkjaforseti afneitar arfi Napoleóns og hyggst draga úr bandarískri íhlutun í miðausturlöndum og jafnvel hætta henni. Á þessa leið er greining í Jerusalem Post.

Valdataka Trump er efni í fleiri stórsögulegar greiningar. Nouriel Roubini, sá sem sagði fyrir efnahagskreppuna 2008, útlistar hvernig Trump mun setja heiminn eins og við þekkjum hann á annan endann með bandarískri einangrunarstefnu. Kenning Roubini er að íhlutun Bandaríkjanna sé forsenda heimsfriðarins síðustu 70 ár.

Napoleón innleiddi í alþjóðapólitík hugmyndir frönsku byltingarinnar um frelsi, bræðralag og jafnrétti. Vestræn mannréttindi eru byggð á þessum grunni. Miðausturlönd keyptu aldrei þessar hugmyndir. Ráðandi hugmyndakerfi þar, kennt við spámanninn frá Mekka, boðar ánauð vantrúaðra, fjandskap og ójafnrétti.

Það er við hæfi að leiðandi vestrænt ríki nenni ekki lengur að halda áfram tilraun Napoleóns að kynna múslímum framandi lífshætti. Eftir 220 ár er það fullreynt. Hvort heimurinn endi fyrir bragðið á ófriðarbáli eru getsakir.

 


Bloggfærslur 3. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband