Staðreyndir og falsfréttir

Madonna sagðist opinberalega íhuga að sprengja Hvíta húsið. Það er staðreynd. En hún sagðist líka hafna ofbeldi. Það er staðreynd. Hvorri staðreyndinni eigum við að trúa? Ef við trúum báðum erum við komin í mótsögn. Við metum staðreyndir út frá samhengi þeirra. En oft fær maður ekki allt samhengið.

Falsfréttir eru sumar uppspuni frá rótum. En falsfréttir eru líka spurning um hvaða staðreyndir eru valdar af fjölmiðlum sem mikilvægastar; fá fyrirsagnir og uppslátt.

Fjölmiðlar velja sumar staðreyndir og gera fréttir úr þeim en hafna öðrum. Hér heima stundar RÚV að gera aukaatriði að aðalatrið, samanber umfjöllun um tímasetningu skýrslu um aflandsfélög. Það er ein tegund falsfrétta að stinga undir stól fréttum sem ganga í berhögg við þá heimsmynd sem viðkomandi fjölmiðill heldur að fólki.

Í Bandaríkjunum eru fjölmiðlar flokkaðir eftir því hve hlutdrægir þeir eru. Meginuppspretta falsfrétta er í þeim miðlum sem eru hlutdrægastir og óvandaðastir að virðingu sinni.

Ástæðan fyrir stóraukinni umræðu um falsfréttir er að stjórnmálamenning er víða í uppnámi. Við þær kringumstæður er erfiðara að koma við hlutlægri mælistiku á fréttaflutning. Samþykkt viðmið eru ekki fyrir hendi. Falsfrétt eins er hlutlæg staðreynd annars.

En, sem sagt, ég trúi ekki að Madonna hvetji til ofbeldis. Henni var bara heitt í hamsi. Það má. 


mbl.is Vill ekki sprengja Hvíta húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn fjárfesti í forsetaframboði Guðna Th.

Guðni Th. Jóhannesson átti fund með formanni Viðreisnar, Benedikt Jóhannessyni, áður en hann ákvað að bjóða sig fram til forseta. Annar frammámaður Viðreisnar, Helgi Magnússon, var örlátur í kosningasjóð Guðna Th.

Eflaust fundaði Guðni Th. með mörgum áður en hann bauð sig fram. Og hann fékk víða fjárframlög.

En óneitanlega vekur athygli hve viðreisnarmenn voru ákafir að gera Guðna Th. að forseta.


Vinstristaðreyndir á válista

Þrjár staðreyndir, sem vinstrimenn ganga að sem gefnum, eru á válista. Sú fyrsta er að frjálslyndi (kynjajafnrétti, réttur samkynheigðra ofl) samrýmist múslímatrú. Vinstrimenn halda í þessa staðreynd vegna þess að hún er forsenda fjölmenningar. En reynslan sýnir að trúarmenning múslíma og frjálslyndi fara ekki saman, eru olía og vatn.

Önnur vinstristaðreynd er að Rússland, Pútín forseti sérstaklega, sé ógn við heimsfriðinn. Þetta viðhorf er markleysa. Sovétríkin féllu fyrir aldarfjórðungi og Rússland hefur síðan lengst af verið í nauðvörn og engum ógnað.

Þriðja vinstristaðreyndin er að frjálslynd alþjóðahyggja sé uppskrift að velmegun annars vegar og hins vegar friðsamlegri sambúð. Alþjóðahyggjan skilar vaxandi misrétti innan ríkja vesturlanda og varanlegum ófriði, samanber miðausturlönd.

Vinstristaðreyndirnar eru á válista vegna þess að andstæð pólitísk öfl, s.s. Brexit, Trump, þjóðernisflokkar i Evrópu, kalla þær réttu nafni: draumóra.


Bloggfærslur 23. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband