Katrín mikla og litlir vinstri grænir

Formaður Vinstri grænna er of stór fyrir flokkinn, sem þó telst stærstur vinstriflokkanna. Málflutningur Katrínar Jakobsdóttur í gegnum tíðina er málefnalegur og trúr almannahag.

Ef Katrín hefði fengið að ráða væru Vinstri grænir í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og einhverjum flokki til viðbótar.

En litlir vinstri grænir komu í veg fyrir ríkisstjórn breiddar og dýptar. Af því leiðir fáum við hægristjórn. Sem, vel að merkja, við vonum að farnist vel að starfa í þágu þjóðarhagsmuna. Nema við séum lítil vinstri græn.


mbl.is Með áhyggjur af fjármögnun markmiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking: kerfisbyltingin 2009 og tapið 2016

Samfylkingin boðaði árið 2009 kerfisbyltingu á Íslandi. Ný stjórnarskrá, nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, nýtt landbúnaðarkerfi og Ísland í ESB.

Flokkurinn fékk tæplega 30 prósent fylgi 2009 og myndaði ríkisstjórn með Vinstri grænum. Þjóðin hafnaði kerfisbyltingunni og fylgi Samfylkingar fór niður í 12,9 prósent fjórum árum síðar.

Samfylkingin lærði ekkert og skilur fátt. Sama kerfisbyltingin var aftur á dagskrá í haust. Fylgi Samfylkingar hrundi niður í 5,7 prósent. Samfylkingin er núna flokkur með Reykjavík 101-stefnu en á aðeins þrjá þingmenn, alla af landsbyggðinni. Hversu lengi getur vont versnað?


mbl.is Stjórn um „óbreytt ástand“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttarr og félagssálfræði vinstrimanna

Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata bauð Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar að verða þjóðhetja ef hann aðeins hætti við að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn. RÚV lýsti yfir þjóðarsorg vegna myndunar ríkisstjórnarinnar.

Vinstrimenn eru í fjórum flokkum. Þeir láta samt eins og þeir eigi hvert bein í hverjum öðrum - en geta ekki starfað saman í einum flokki.

Ef vinstrimenn ætla sér áhrif í landsstjórninni verða þeir að fækka flokkunum sem þeir halda úti. En þeir geta það ekki vegna þess að málamiðlun er ekki til í orðabók vinstrimanna.

Vinstrimenn sjá heiminn í svörtu og hvítu. Menn eru hetjur eða skúrkar. Vinstrimenn eru eilífðargelgjan í íslenskir pólitík. Þeir eru fjarska meðvitaðir um allt það sem þeir eru á móti en vita fátt um hverju þeir eru fylgjandi.

Óttarr Proppé er skrítni gaurinn sem eyðileggur gelgjupartí vinstrimanna. 

 


mbl.is „Við eigum eftir að ræða málin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópuflokkarnir: þrír minnstu á alþingi

Evrópuflokkarnir, sem Björt Ólafsdóttir kallar svo, eru þeir þrír minnstu á alþingi. Samanlangt fylgi Viðreisnar, Bjartar framtíðar og Samfylkingar nær ekki 24 prósentum.

Tveir flokkanna taka sæti í ríkisstjórn í boði Sjálfstæðisflokksins. Þeir skrifa upp á stjórnarsáttmála sem felur í sér að ekki verði hreyft við Evrópumálum fyrr en í lok kjörtímabilsins.

Kjörtímabilinu lýkur árið 2020. Þá verða 11 ár síðan ESB-umsókn Samfylkingar var send til Brussel.

Ef einhver stjórnmál eru dauðadæmd á Íslandi þá eru það þau sem kennd eru við Evrópu.


mbl.is Evrópufrumvarp verði lagt fyrir Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband