Vinstri grænir eru ESB-flokkur

Vinstri grænir stóðu að misheppnuðustu utanríkisstefnu Íslandssögunnar þegar þeir studdu ESB-umsókn Samfylkingar kjörtímabilið 2009 til 2013.

Vinstri grænir hafa ekki afturkallað stuðning sinn við ESB-umsóknina. Ekkert uppgjör hefur farið fram í flokknum vegna málsins.

Í stjórn með Pírötum og Samfylkingu og e.t.v. Viðreisn yrðu Vinstri grænir áfram stuðningsmenn ESB-aðildar.


mbl.is Hugnast ekki stutt kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta í stað Jóhönnu: ESB-aðild, ný stjórnarskrá - og upplausn

Píratar vilja stutt kjörtímabil eftir næstu kosningar til að koma áhugamálum sínum í framkvæmd, sem er ESB-aðild og ný stjórnarskrá. Vinstri grænir eru til í allt sem tryggir þeim völd, samanber stuðningur þeirra við ESB-umsóknina á síðasta kjörtímabili, og Samfylkingin er enn ESB-flokkur.

Ný stjórnarskrá og ESB-aðild hanga saman. Stjórnarskráin leyfir ekki framsal valds til yfirþjóðlegrar stofnunar eins og Evrópusambandsins.

Komist kosningabandalag vinstriflokkanna til valda er leikurinn frá 2009 endurtekinn, með Pírata sem þriðja hjólið og Birgittu í stað Jóhönnu.


mbl.is Engar viðræður enn um samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar staðfastir í Brexit

Ef kosið yrði á ný um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu yrði niðurstaðan enn og aftur Brexit. Samkvæmt nýrri könnun myndu 44 prósent Breta styðja úrsögn, 43 prósent vilja áframhaldandi aðild og 13 prósent eru óákveðin.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr í sumar samþykktu 52 prósent kjósenda úrsögn, en 48 vildu halda áfram í Evrópusambandinu.

Úrsögn Breta úr ESB mun taka nokkur ár, líklega þrjú til fimm. Á meðan mun ESB ekki svo mikið sem íhuga að taka inn ný aðildarríki. Eftir Brexit er framtíð ESB í uppnámi.


mbl.is Búist við vaxtalækkun í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband