Wintrismálið er pólitísk aftaka án dóms og laga

RÚV og verktaki þess í Wintris-málinu, Reykjavík Media, neituðu Sigmundi Davíð um þau gögn sem ásakanir á hendur honum og eiginkonu hans voru reistar. Þetta kemur fram í pistli aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, Jóhannesar Þórs.

Í réttarríki tíðkast að sá sem er ásakaður um eitthvað fái upplýsingar um sakarefni. Án þess er algjörlega ómögulegt að verja sig. RÚV/Reykjavík Media neituðu að leggja fram upplýsingarnar og hafa enn ekki gert.

RÚV/Reykjavík Media segja að ,,lykilspurningum" sé ósvarað. En gögnin, sem ekki hafa enn verið lögð fram, eru sjálfar forsendur meintra ,,lykilspurninga."

RÚV/Reykjavík Media ætlast til að Sigmundur Davíð sanni að hann sé saklaus. En það er að snúa viðurkenndum leikreglum samfélagsins á haus. Enginn er sekur í okkar samfélagi nema sýnt sé fram á sekt hans, fyrir dómstólum eða í opinberri umræðu.

Ef leikreglur RÚV/Reykjavík Media eru teknar góðar og gildar er leyfilegt að fara fram á opinberum vettvangi með lygar og áburð en engum rökum eða málsatvikum og krefjast þess að sakborningur sanni sakleysi sitt.

Leikreglur RÚV eru uppskrift að siðlausu samfélagi þar sem ásakanir jafngilda sönnun sektar, ef aðeins nógu margir taka undir í fjölmiðlum, bloggi og samfélagsmiðlum.

 


Samfylkingin á röngum enda sögunnar

Kristrún Heimisdóttir er stofnfélagi Samfylkingar. Ásamt sitjandi borgarstjóra heimsótti hún, um síðustu aldamót, stofnfundi samfylkingarfélaga víða um land og kynnti sjónarmið ungs fólks. Fimmtán árum seinna og gott betur segir Kristrún:  Samfylkingin er ekki gott samfélag og þess vegna getur flokkurinn ekki lagt samfélaginu gott til.

Samfylkingin er vont samfélag vegna þess að flokkurinn er á röngum enda sögunnar. Samfylkingin varð frjálshyggjuflokkur rétt áður sú stefna rann sitt skeið í alþjóðlega hruninu 2008. Þá varð Samfylking eindreginn talsmaður alþjóðahyggju, sbr. Evrópustefnuna, í þann mund sem alþjóðavæðingin steytti á skeri.

Íslenskur kratismi er krónískt á röngunni. Alþýðuflokkurinn var flokksheimili þeirra sem lögðust gegn stofnun lýðveldis 1944. Krötum fannst hyggilegra að vera áfram dönsk hjálenda en að standa á eigin fótum.

Slæmir einstaklingar eru ekki ástæða vonds samfélags heldur ónýtar hugmyndir. Kratar eru sérstaklega ginnkeyptir fyrir ónýtum hugmyndum. 


Hnignun alþjóðahyggju: TTIP, Brexit, Trump og Sarkozy

Síðasta fórnarlamb hnignandi alþjóðahyggju er Fríversl­un­ar­samn­ing­ur á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna. Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, er sömu ættar. Trump í Bandaríkjunum boðar lokun landamæra á innflytjendur og ódýrar vörur. Í Frakklandi rekur Nicolas Sarkozy forsetaframboð sitt á grunni andstöðu við alþjóðahyggju.

Alþjóðavæðing síðustu áratuga færði ekki öllum efnahagslegan ábata. Stórir hópar lágtekjufólks á vesturlöndum sátu eftir á meðan þeir efnameiri fleyttu rjómann. Þeir sem eftir sitja í þróun lífskjara skynja aukið misrétti milli sín og efnafólksins. Straumur innflytjenda til vesturlanda eykur enn á angist lágtekjufólks sem fá aukna samkeppni um störf og húsnæði.

Stjórnmál snúast um að virkja flest möguleg atkvæði í þágu málstaðar. Og æ fleiri stjórnmálamenn og fylkingar sannfærast um að andstaða við alþjóðavæðingu sé til vinsælda fallin. Einfaldlega vegna þess að alþjóðavæðingin skilar ekki því sem hún lofaði - hagsæld fyrir alla.


mbl.is Segir fríverslunarviðræður hafa mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband