Viðreisnarforingi mættur - Sjálfstæðisflokkur í vanda

Hér var kl. hálfsex eða svo skrifað að Viðreisn skorti foringja. Varla var bloggið farið út þegar Þorsteinn Víglundsson tilkynnti framboð. Ákvæðablogg er hættuleg iðja.

Þorsteinn er í krafti reynslu sinnar sem talsmaður Samtaka atvinnulífsins foringjaefni í stjórnmálum.

Þorsteinn kallar sjálfan sig hægrikrata en það er fornt pólitískt landamærasvæði milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar/Alþýðuflokks. Undir öllum venjulegum kringumstæðum ætti Þorsteinn að vera í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ástæðan fyrir vali Þorsteins á Viðreisn gæti verið að í Sjálfstæðisflokknum er fyrir foringi á fleti, Bjarni Ben. Líka er mögulegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé of mikill píratafrjálshyggjuflokkur fyrir smekk Þorsteins eða ekki nógu ESB-sinnaður.

Hitt er víst að framboð Þorsteins fyrir Viðreisn setur Sjálfstæðisflokkinn í verulegan vanda. Sá vandi dýpkar ef Þorsteinsáhrifin verða þau að sæmilega ábyrgir borgaralega sinnaðir frambjóðendur gefa sig fram til Viðreisnar.

Viðreisn ætlar bersýnilega að handvelja frambjóðendur og láta ekki prófkjörslýðræði þvælast fyrir mönnun útgerðarinnar. Með Þorstein í brúnni er eins víst að margir gefi sig fram sem hásetar. Líklega verður Benni bara í landi að panta kostinn.

 


mbl.is Þorsteinn í framboð fyrir Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn án foringja

Klofningsframboð ESB-sinna úr Sjálfstæðisflokknum heitir Viðreisn. Benedikt Jóhannesson, Sveinn Andri Sveinsson og Ólafur Stephensen og Þorsteinn Pálsson eru meðal bakhjarlanna.

Lítið er að frétta af framboðsmálum Viðreinar þangað til í dag að Pawel Bartozek gefur upp stuðning við Viðreisn, sennilega í þriðja sinn opinberlega. Þá er Þorseteinn Víglundsson svo vinsamlegur að segjast ,,íhuga" framboð. Hálfvelgja sannfærir ekki.

Flokkur án foringja á sér ekki viðreinar von. Og enginn slíkur er í sjónmáli í flokki ESB-sinna.


mbl.is Pawel gengur til liðs við Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV hamlar þróun fjölmiðlunar

Fjölmiðlun er tvennt, fag og rekstur. Faglega stundar RÚV skotgrafafréttamennsku úr kalda stríðinu þar sem farið er í manninn en ekki málefni. RÚV stundar fréttamennsku í þágu vinstrimanna, eins og mýmörg dæmi sanna, sbr. ESB-áróðurinn og herferðina gegn Sigmundi Davíð.

Rekstrarfyrirkomulag RÚV er einnig ættað frá miðri síðustu öld. RÚV sætir ekki ábyrgð gagnvart almenningi, það er ekki hægt að segja upp nauðungaráskriftinni. RÚV fær peninga á færibandi úr ríkissjóði - alveg sama á hverju gengur.

Í stuttu máli: RÚV er íslenskri fjölmiðlaþróun til óþurftar.

 


mbl.is Fjölmiðlar vilja sjá breytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stiglitz útskýrir ónýti evrunnar

Nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz útskýrir í stuttu máli hvers vegna evran er ónýtur gjaldmiðill. Hann fer yfir helstu skýringar sem gefnar hafa verið á lélegri frammistöðu evru-ríkja í efnahagsmálum síðustu ár og hafnar þeim öllum.

Síðan segir Stiglitz:

Þá er eftir fjórða skýringin: evran sjálf ber meiri ábyrgð en stefnumótun og stjórnkerfi einstakra ríkja. Evran var gölluð við fæðingu. (That leaves the fourth explanation: the euro is more to blame than the policies and structures of individual countries. The euro was flawed at birth.)

Aðeins tveir kostir eru í boði, segir Stigliz, að breyta evru-ríkjunum í Stór-Evrópu með stjórntækjum og seðlabanka er virka á líkan hátt og í Bandaríkjunum eða að hætta að nota evru sem gjaldmiðil.

Almenn og breið samstaða er um þessa greiningu Stiglitz á evru-vandanum meðal þeirra sem fjalla um málið á hlutlægan hátt. Valkostirnir eru Stór-Evrópa með evru eða engin evra. En það mun taka fjölda ára, ef ekki áratugi, að leiða fram þessa valkosti í pólitískri stefnumótun. Á meðan leiðir evran efnahagslega eymd yfir evru-ríkin.


Bloggfærslur 23. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband