Bækur eru múslímum vandamál

Íslensk kona stofnar til bóksafns fyrir múslímska flóttamenn í Þessalóníku í Grikklandi. Á grísku eyjunni Lesbos eru margir múslímskir flóttamenn. Samkvæmt Guardian er með öllu óheimilt að dreifa bókmenntum meðal múslíma:

Euro Relief’s director, Stefanos Samiotakis, said: “I have already taken action, so that our volunteers know very well that they should not distribute any kind of literature

Ástæðan fyrir þessu banni er að einhverjir sem aðstoða flóttamenn reyndu að kristna þá. Rökin fyrir bókabanni virðast vera þau að kristinn texti gæti leynst innan um. Og það myndi móðga múslíma.


mbl.is Kristín opnar bókasafn í flóttamannabúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni Th. þekkir ekki muninn á klukku og stjórnarskrá

„Klukkunni verður ekki snúið til baka,“ segir Guðni Th. forseti í viðtali við RÚV um það hvort þingkosningar verði í haust eða ekki. Nú er það þannig að stjórnarskráin mælir fyrir um alþingiskosningar á 4 ára fresti. Samkvæmt stjórnarskránni skal kosið til þings vorið 2017.

Með orðum sínum um ,,klukkuna" vísar Guðni Th. til pólitískra yfirlýsinga sem féllu við stjórnarkreppu síðast liðið vor. Þingmenn og ráðherrar gefa pólitískar yfirlýsingar daginn út og inn. Fyrir næstu þingkosningar, hvort heldur þær verða í haust eða vor, verða gefnar margar pólitískar yfirlýsingar sem munu líta skringilega út eftir kosningar.

Ef nýr forseti ætlar sér það hlutverk að túlka pólitískar yfirlýsingar þingmanna og ráðherra og taka undir kröfur um þingkosningar í blóra við stjórnarskrána er hann orðinn leiksoppur pólitískra hjaðningavíga. Slík atburðarás færir forsetaembættið niður á plan götustjórnmála.

Forsetinn sór drengskapareið að stjórnarskránni en ekki klukkunni. En klukkan getur verið ágætt verkfæri til að mæla líftíma stjórnmálamanna.


Bloggfærslur 2. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband