70% útiloka Samfylkinguna - sóknarfæri?

Sjö af hverjum tíu kjósendum útiloka að Samfylkingin fái atkvæði sín. Samt sér flokkurinn ágæt sóknarfæri í pólitík.

Hvernig væri að þóknast 70 prósent kjósenda og leggja flokkinn niður?

Við það yrðu til sóknarfæri fyrir heilbrigðan vinstriflokk.


mbl.is Samfylkingin eygir sóknarfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eygló eyðileggur stjórnarsamstarfið - nema...

Eygló Harðardóttir er ráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks. Hún afneitar ríkisstjórninni í lykilmáli og það hlýtur að hafa afleiðingar.

Tvær afleiðingar eru mögulegar.

a. Eygló situr áfram eins og ekkert hafi í skorist. Fordæmið sem skapast er að ráðherrar hafi fullt leyfi til að segja sig frá stjórnarsamstarfinu eftir hentugleikum.

b. Formaður Framsóknarflokksins stokkar upp ráðherraliðið sitt, auðvitað í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, og Eygló víkur úr ríkisstjórninni.

Stundum eru aðeins tveir kostir í boði.


mbl.is Lykilatriði að standa saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar í lýðræðislegu svartholi

Kosningar án atkvæðatalna eru eins og lýðræði í einsflokksríki - aðeins nafnið tómt. Píratar þóttust halda prófkjör en gefa ekki upp atkvæðatölur.

Skýring Pírata: Computer says no.

Aðalbaráttumál Pírata er að breyta stjórnarskránni. Við getum rétt ímyndað okkur hvers konar stjórnarskrá þeir munu smíða handa þjóðinni. Völdin yrðu færð forriturum Pírata í hendur og þar með leyndó hver vélaði með þau.


mbl.is Engar tölur úr prófkjöri fylgdu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband