Bjarni Ben. og Ögmundur saman í ekki-galdralandi

Bjarni Benediktsson talar fyrir stöđugleika og hófsemi í launaţróun. Hann segir okkur ekki búa í galdralandi ţar sem kaup geti hćkkađ stjórnlaus án ţess ađ verđbólga éti upp ávinninginn. Sem er hárrétt.

Ögmundur Jónasson mćlir fyrir launajafnrétti, ţar sem hćstu laun séu ekki hćrri en nemur tilteknu margfeldi lćgstu launa. Launajafnrétti í ćtt viđ hugmynd Ögmundar er forsenda stöđugleika til lengri tíma.

Ögmundur og Bjarni eru á sama róli. Ţverpólitísk sátt um launkerfi í landinu er raunhćfur möguleiki.


mbl.is Ögmundur vill launaţak hjá ríkinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stolinn fundur á Austurvelli og slagsmál

Í gömlu stjórnmálunum á síđustu öld tíđkađist ađ stela pólitískum fundum. Ţađ var gert međ smölun fólks sem annars hefđi ekki mćtt og í krafti fjöldans var fundurinn yfirtekinn. Ţessi háttur var hafđur í baráttu um yfirráđ í verkalýđsfélögum og pólitískum félögum og jafnvel náttúruverndarsamtökum.

Sá skilningur varđ ţó ofan á ađ félagasamtök ćttu ađ fá ađ hafa sína fundi í friđi. Ef einhverjir voru ósammála eđa vildu annađ félag ţá leyfir félaga- og fundarfrelsi í stjórnarskrá ađ ţađ sé gert. Ţeir funda saman sem eiga eitthvađ sameiginlegt, rćđa málin eđa mótmćla, eftir atvikum, og allt fer siđsamlega fram.

Eftir hrun urđu mótmćli á Austurvelli algeng. Líklega finnst sumum ađ ţeir eigi einkarétt á fundum á Austurvelli alveg eins og ţeir eiga einkarétt á sannleikanum. Í gćr var búiđ ađ auglýsa fund andstćđinga nýrra útlendingalaga á Austurvelli. Í stađ ţess ađ leyfa fundinum ađ fara fram hlupu til götustrákar, t.d. ţingmađur Pírata, og reyndu ađ stela fundi mótmćlenda.

Stuldur á fundum er ávísun á slagsmál. Íslensk pólitík batnar ekki viđ slagsmál.


mbl.is „Ţetta gćtu veriđ glćpamenn“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frjálslyndur nasismi - og múslímatrú

Hugmyndafrćđi nasista er altćk. Fólk er flokkađ, sumir eru réttlátir en ađrir ranglátir. Heimssýn nasisma er í kjarna sínum röng, séđ frá vestrćnni veraldarhyggju sem bođar algild mannréttindi.

Samt voru, og eru enn, til nasistar sem ekki hćgt er ađ segja ađ séu vondar manneskjur. Ţćr tóku ţátt í nasismanum, nutu góđs af honum, en frömdu engin illvirki. Til dćmis hún Brúnhildur Pomsel. Hún var flokksfélagi og vann sem ritari Göbbels í áróđursráđuneyti Ţjóđverja í seinna stríđi. Brúnhildur fékk góđ laun og vann međ tölur. Hún fegrađi tölur um fallna ţýska hermenn á austurvígstöđvunum og ýkti fjölda nauđgana sovéskra hermanna á ţýskum konum. Sambćrileg störf voru unnin í London og Moskvu og engum dettur í hug ađ kalla ţau illvirki - ađeins skrifstofustörf í ţágu yfirvalda.

Brúnhildur er 105 ára og um hana var nýlega gerđ heimildamynd ţar sem hún í fyrsta sinn veitir ítarlegt viđtal. Hún sér ekki eftir ţví sem hún gerđi, enda ekkert rangt ţar ađ finna, og biđur fólk ađ minnast ţess ađ ţýska ţjóđin hreifst međ nasisma. Sjálf fékk hún prússneskt uppeldi ţar sem agi og hlýđni voru ćđstu bođorđ. Hún segist hafa orđiđ leiđ ţegar ţekktur útvarpsţulur var sendur í fangabúđir vegna ţess ađ hann var hommi. Vinkona hennar, gyđingurinn Eva Löwentahl, hvarf henni sjónum í stríđinu. Ekki fyr en áriđ 2005, 60 árum eftir stríđslok, fór Brúnhildur á Helfararsafniđ ađ spyrjast fyrir um Evu vinkonu. Eva var flutt til Auschwitz 1943 og hvarf ţar - líklega í ofni.

Múslímatrú er altćk hugmyndafrćđi, sem mćlir fyrir um hvernig sanntrúađir skuli haga sínu daglega lífi. Múslímatrú flokkar fólk í rangláta og réttláta. Í múslímatrú er rík kvenfyrirlitning, hommar eru útskúfađir og stór múslímaríki lögleiđa barnaníđ. Trúfrelsi er bannađ í flestum múslímasamfélögum og tjáningarfrelsi sömuleiđis. Frá vestrćnu sjónarhorni mannréttinda er múslímatrú í kjarna sínum röng.

Samt eru flestir múslímar góđir, einhver útgáfa af Brúnhildi Pomsel, sem lifa og starfa í takt viđ menningu sína og ađstćđur án ţess ađ fremja nein illvirki.

Ţađ er mótsögn ađ tala um frjálslyndan nasisma. Frjálslynd múslímatrú er einnig mótsögn. Bćđi hugmyndakerfin eru röng í kjarna sínum.

En fólk er almennt gott og vill engum illt. Eins og Brúnhildur Pomsel.


Bloggfćrslur 16. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband