113 manna fjöldahreyfing Pírata

Í suðurkjördæmi kusu 113 manns í prófkjöri Pírata en einir 413 áttu rétt að kjósa. Píratar sigla með himinskautum í fylgismælingum en þegar kemur að þátttöku í stjórnmálum eru það aðeins fjölskylda og vinir þeirra sem eru í leit að þægilegri innivinnu sem nenna að velja frambjóðendur.

Píratar eru dæmisaga um vantraust almennings á lýðræðinu. Píratar þykjast valkostur við hefðbundin stjórnmál, og fá út á það fylgi í skoðanakönnunum, en fáir sýna pólitísku starfi Pírata áhuga.

Píratar vilja stokka upp stjórnskipun landsins, með nýrri stjórnarskrá, en eina baklandið sem þeir hafa eru prósentutölur í fylgismælingum. Maður veit ekki hvort það sé grátbroslegt eða bara sorglegt.


mbl.is Smári efstur á lista Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir kostir í næstu kosningum

Kjósendur standa frammi fyrir tveim meginkostum næstu kosningar. Í fyrsta lagi framhald á endurreisnarstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Í öðru lagi þjóðfélagstilraun vinstriflokkanna sem bjóða nýja stjórnarskrá, ESB-aðild og uppstokkun á grunnatvinnuvegum þjóðarinnar.

Möguleiki er á þriðju útfærslunni, sem er að Viðreisn eða Vinstri grænir verði þriðja hjól undir vagni sitjandi ríkisstjórnar.

Þeir sem hafa talað máli ríkisstjórnarinnar hljóta að gera ráð fyrir að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur séu sæmilega samstilltir i málflutningi.


mbl.is Boða til kosninga 29. október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband