Listi Gunnars minnir á Breivik: rökin úr ráðhúsinu

Gunnar Waage heldur úti vefmiðlinum Sandkassinn. Þar er listi 20 nafngreind einstaklinga sem Gunnar kallar ,,nýrasista". Anders Behring Breivik hélt líka lista yfir skotmörk sem honum var í nöp við.

Rökin sem Gunnar notar til að réttlæta þennan lista eru sótt til mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar sem Píratar og aðrir vinstrimenn halda úti. Gunnar skrifar og ber fyrir sig texta úr ráðhúsi Reykjavíkur:

Ný-rasisminn er mun hættulegra form rasisma í dag en hinn hefðbundni rasismi þar sem talsmenn hans viðurkenna yfirleitt ekki andúð sína eða fyrirlitningu á fólki af erlendum uppruna en bera mál sitt fram eins og þeir beri hag allra fyrir brjósti.

Gunnar telur þá sem andæfa fjölmenningu ,,nýrasista". Þeir 20 einstaklingar sem eru á listanum eiga sér engar málsbætur - sjónarmið þeirra og rök eru aukaatriði. Öfgamaðurinn veit alltaf betur. Gunnar stundar ekki umræðu, hann býr til lista.

Listi Gunnars Waage er kannski vinnuskjal fyrir hann sjálfan. Aðrir af sama sauðahúsi gætu tekið ábendingum Gunnars til að láta að sér kveða. Breivik situr inni og vinnur ekki frekari tjón. Þeir þurfa ekki að vera merkilegir vegvísarnir, eða listarnir, sem sannfærðir öfgamenn vinna eftir. Tveir slíkir heimsóttu kirkju í rólegum frönsku bæ í vikunni og áttu vantalað við níræðan kaþólskan prest. Sá mátti ekki tungu hræra eftir heimsóknina.

Listar gera alla umræðu óþarfa.

 


mbl.is Vigdís kærir níðskrif á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höskuldur vill sprengja ríkisstjórnina

Höskuldur Þórhallsson stal senunni eftirminnilega í apríl. Ríkisstjórnarflokkarnir voru á krísufundi en Höskuldur labbaði sér fram í sviðsljós fjölmiðlanna og fékk sínar 15 mínútur af frægð.

Eftir að fjölmiðlavíman rann af Höskuldi sagði hann um frammistöðuna: ,,þetta er ferlegt."

Núna ætlar Höskuldur sér að sprengja ríkisstjórnina. Maður veltir fyrir sér hvaða einkunn hann gefur sér þegar bráir af honum í þetta skiptið.


mbl.is Myndi sprengja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjö ára tapsaga ESB-sinna

Þjóðin hefur samfellt í sjö ár hafnað aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að ESB-sinnar reyni ýmsar útgáfur af ósannindum, t.d. ,,kíkja í pakkann", ,,þetta eru bara viðræður", ,,við höldum fiskimiðunumm", ,,við aukum fullveldið innan ESB" og ,,ESB-aðild gerir okkur rík" segir meirihluti þjóðarinnar núna samfleytt í sjö ár: ,,ESB, nei takk."

Í næstu þingkosningum, vorið 2017, verður fróðlegt að sjá hvaða útgáfu ósanninda ESB-sinnar ætla að bera á borð. Hún er orðin nokkuð þreytt síðasta lumman um að ,,klára samningana og láta þjóðin síðan kjósa."

ESB-sinnar í Viðreisn og Samfylkingu neita að horfast í augu við staðreyndina að Ísland á ekkert erindi í Evrópusambandið, sem sjálft er í upplausnarástandi. Það er út af fyrir sig saga til næsta bæjar.

 


mbl.is Evrópusambandinu hafnað í sjö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband