Góða fólkið þolir ekki lög og reglu

Unnsteinn Manúel Stefánsson formælandi þeirra hljómsveita sem stukku á lúkasarumræðuna um þjóðhátíð í Vestmannaeyjum segist skynja tvær þjóðir í landinu.

Eftir að sættir náðust milli hljómsveitanna og aðstandenda þjóðhátíðar gagnrýndi önnur þjóðin sveitirnar fyrir að hafa ekki ,,tekið lög­regl­una nógu mikið niður í ein­hvern drullupoll.“

Góða fólkið, t.d. þingmaður Pírata og yfirlýst samfylkingarfólk, lagði sig fram um að magna upp lúkasinn í umræðunni með því beita sérkunnáttu sinni, sem er að ala á vantrausti í samfélaginu.

Góða fólkinu er sérlega uppsigað við lögregluna sökum þess að hún stendur fyrir lög og reglu. Unnsteinn Manúel skynjar góða fólkið sem slíkt samfélagsafl að hann kallar það aðra af tveim þjóðum í landinu. Hin þjóðin má fara að vara sig. 


mbl.is Upplifir tvær þjóðir í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestrænn lífstíll, múslímskt kynferðisofbeldi

Í trúarmenningu múslíma hylja konur sig frá hvirfli til ilja og oft einnig ásjónu sína. Múslímskir karlmenn telja vestrænar konur sjálfsagt skotmark fyrir kynferðisóra, einmitt sökum þess að þær hylja ekki líkama sinn. Morgunblaðið blekkir lesendur sína með því að taka ekki fram í viðtengdri frétt að karlmaðurinn sem handtekinn var á Gothia Cup í Svíþjóð vegna kynferðisbrots á ungum stúlkum er frá Marokkó.

Aðrir norrænir fjölmiðlar, til dæmis VG í Noregi og frieord.no, upplýsa lesendur um bakgrunn árásarmannsins.

Í Þýskalandi þurfa sundstaðir að ráða öryggisverði og efna til upplýsingaherferðar vegna kynferðislegs ofbeldis múslímskra karlmanna gagnvart þýskum stúlkum.

Vandinn er í hnotskurn þessi: múslímsk trúarmenning setur konur skör lægri en karla. Konur sem ekki sýna körlum undirgefni með því að hylja líkama sinn frá toppi til táar eru taldar glyðrur sem karlar hafa fullan rétt að brjóta gegn.


mbl.is 30-40 drengir umkringdu stúlkurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan kveður ónýta Ísland-rökin í kútinn

Vinstrimenn kyrjuðu áróðurinn um ónýta Ísland og notuðu krónuna oftast sem sýnidæmi. Vinstrimenn, að því marki sem þeir kunna eitthvað í hagfræði, vissu vel að það var hagstjórnin en ekki krónan sem var sökudólgurinn.

En krónan var auðvelt skotmark og lítilmenni ráðast aldrei á garðinn þar sem hann er hæstur. Krónan var ástæða verðbólgu og óreiðu í efnahagsmálum, sögðu vinstrimenn: við þurfum evru og Evrópusambandsaðild til að koma skikki á ónýta Ísland.

Krónan dafnar betur en flestir gjaldmiðlar heims. Með krónu og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru efnahagsmál okkar í góðum höndum. Ef við viljum aftur ónýta Ísland þá eru vinstrimenn, viðreisnarfólk og píratar reiðubúnir til þjónustu.


mbl.is Einsdæmi í hagsögu Íslands framundan?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband