Þjóðaratkvæði, Brexit og afsökun Pírata

Til skamms tíma var þjóðaratkvæði aðalmál Pírata. Stjórnarskránni skyldi breyta til að auðvelda framgang þjóðaratkvæðagreiðslna. Píratar notuðu þjóðaratkvæði sem afsökun fyrir almennu stefnuleysi - þjóðin átti að fá að ráða fram úr öllum stærri málum í beinni atkvæðagreiðslu.

Brexit efhjúpar stefnu Pírata sem hreina loddarapólitík. Brexit sýnir að umdeild mál fá ekki endilega niðurstöðu í þjóðaratkvæði sem sátt er um. Eftir Brexit eru tveir stærstu flokkar Bretlands klofnir.

Píratar reyna að selja okkur þjóðaratkvæði á fölskum forsendum. Það er til muna farsælla að búa við flokkakerfi þar sem stjórnmálaflokkar ganga til móts kjósendur í lok hvers kjörtímabils og biðja um umboð að stjórna landinu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga aðeins við í algjörum undantekningatilfellum - t.d. Icesave.

 


mbl.is Brexit-andstæðingar mótmæla í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþol á fréttastofu RÚV

Fréttamaður RÚV hyggst gefa kost á sér til framboðs fyrir Pírata. Rökin eru þau að fréttamaður finnur fyrir vaxandi ,,óþoli" gagnvart þróun samfélagsins.

Hlustendur RÚV þekkja ,,óþol" fréttamanna þar á bæ fyrir samfélagsmálum. Fréttastofa RÚV mylur undir stjórnarandstöðuöflin og sætir lagi að efna til áhlaups á ríkisstjórnarflokkana. Frægast síðustu misserin er apríl-atlagan að Sigmundi Davíð þáverandi forsætisráðherra.

Ekki kemur á óvart að Píratar sæki sér frambjóðendur á fréttastofu RÚV.


mbl.is „Mig langar að gefa kost á mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband