Sjö ár frá svikum Vinstri grænna

Vinstri grænir gengu til kosninga vorið 2009 með þá kosningastefnu að Ísland ætti ekki heima í Evrópusambandinu. Þann 16. júlí, nokkrum vikum eftir kosningar, sveik meirihluti þingflokks Vinstri grænna kjósendur sína og greiddi atkvæði með þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Þrír þingmenn VG lýstu því yfir í heyranda hljóði á alþingi að þeir greiddu atkvæði gegn yfirlýstri sannfæringu sinni þegar ESB-umsóknin var samþykkt á alþingi 16. júlí 2009. Umsóknin var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 28, en 2 sátu hjá. Ef þingmenn VG hefðu greitt atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni, eins og þeir vinna drengskaparheit að þeir skuli gera, hefði ESB-umsóknin verið felld: 31 atkvæði gegn umsókn, 30 atkvæði með og tvær hjásetur.

Álfheiður Ingadóttir sagði þetta í sinni atkvæðaskýringu er hún samþykkti tillögu Össurar:

Frú forseti. Stuðning minn við þessa tillögu um aðildarviðræður ber ekki að skilja sem stuðning við aðild Íslands að Evrópusambandinu. (Gripið fram í: Nú?) Ég er eindreginn andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB og ég tel ólíklegt að aðildarviðræður muni skila samningi sem getur varið íslenska hagsmuni og auðlindir gagnvart alþjóðlegu auðvaldi og yfirþjóðlegri drottnun þess.

Svandís Svavarsdóttir þáverandi umhverfisráðherra lét eftirfarandi ummæli falla í ræðustól þingsins þegar hún samþykkt ESB-umsóknina

Frú forseti. Ég hef þá sannfæringu að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á krossgötum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess samfélags sem við höfum byggt á Vesturlöndum undanfarinna áratuga. Ég hef þá sannfæringu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu. Ég hef þá sannfæringu að markmið Evrópusambandsins sé að verða stórt og sterkt og hugsanlega sjálfstæður gerandi í stríði á forsendum valdbeitingar og yfirgangs eins og um hernaðarbandalag væri að ræða.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra þá og núna formaður Vinstri grænna sagði frammi fyrir alþjóð þegar hún studdi tillögu Össurar um að sækja um aðild að ESB

Ég hef mótað mér mína afstöðu. Sem alþjóðasinni er ég krítísk á Evrópusambandið og ég tel hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Svik þingmanna Vinstri grænna leiddu til ósigurs í kosningunum 2013 þegar flokkurinn fékk 10,9 prósent fylgi, helmingi minna en 2009.

Svandís og Katrín sitja enn á þingi og ætla báðar að sækjast eftir umboði kjósenda í haust.


Múslímaríki með foringjalýðræði

Erdogan forseti Tyrklands er höfundur tilraunar að fella í eitt mót múslímatrú og lýðræði. Hann fer fyrir múslímskum stjórnmálaflokki sem að nafninu til samþykkir réttarríkið en þó með þeim fyrirvara að sumar skoðanir eru bannaðar, til dæmis þeirra Kúrda sem vilja sjálfstæði. Blaðamenn sem ekki fylgja ríkjandi skoðun eru geymdir á bakvið lás og slá.

Til að halda völdum smíðaði Erdogan í kringum sig foringjalýðræði. Hann færði völd frá forsætisráðherra til forsetaembættis þar sem hann hyggst sitja út sína ævidaga.

Tyrkneski herinn telur sig handhafa arfleifðar Atatürk föður lýðveldisins sem stofnað var til á rústum Ottómanaveldisins eftir fyrri heimsstyrjöld. Atatürk stefndi að veraldlegu ríki að vestrænum hætti. 

Tyrkland er vestrænna en nágrannar landsins í suðri, Sýrland og Írak. Foringjalýðræði Erdogan og tilraun hersins til stjórnarbyltingar sýna á hinn bóginn að tyrkneska lýðveldið þarf líklega önnur hundrað ár til að verða vestrænt.


mbl.is „Svartur blettur“ á lýðræði Tyrklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband