Glæpir, múslímatrú og fjöldamorð

BBC segir að franskir múslímar, sem gefa sig að hryðjuverkum, eigi oft þann sameiginlega bakgrunn að byrja ferilinn á unga aldri sem smáglæpamenn. Morðóði vörubílstjórinn í Nice var með þann feril að baki.

Tengsl þjófnaða, rána og annarra glæpa við hryðjuverk er ekki bundin við Frakkland. New Republic gerði ítarlega frétt um danska múslímann, Omar El-Hussein, sem myrti mann og annan í Kaupmannahöfn. Hann byrjaði sem smákrimmi.

Fjölmiðlar reyna degi eftir fjöldamorðin í Nice að setja ódæðið í samhengi. Vinstriútgáfan Guardian birtir grein um að Frakkland sé skotmark vegna þess að landið er vagga vestrænnar veraldarhyggju sem er eitur í beinum múslímskra öfgamanna. Þar eru einnig dregin fram tengsl þjófnaða og rána annars vegar og hins vegar hryðjuverka.

Telegraph spyr hvernig múslímatrú réttlæti fjöldamorð á saklausu fólki. Gerð er úttekt á franskri umræðu um múslímatrú og hryðjuverk og bent á langa múslímska hefð sem réttlætir morð á saklausum til að ná fram markmiðum um múslímskt trúarríki.

Múslímsku glæpamennirnir sem taka upp á því að myrða meðborgara sina fá trúarlega réttlætingu fyrir ódæðisverkum. Á meðan iðkendur þessarar trúar gera ekki uppreisn gegn trúarlegri réttlætingu á fjöldamorðum verða alltaf til glæpamenn sem sækjast eftir trúarlegri upphafningu um leið og þeir myrða saklaust fólk.


mbl.is Fimmtíu manns milli lífs og dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frakkland er vígvöllur trúarstríðs múslíma

,,Öllu Frakklandi er ógnað af múslímskum hryðjuverkum," segir Hollande Frakklandsforseti í tilefni af fjöldamorðunum í Nice. Hryðjuverkið var framið á þjóðhátíðardegi Frakka, kenndum við áhlaupið á Bastilluna, sem markar upphaf að veraldlegu samfélagi án trúarvalds.

Múslímar viðurkenna ekki aðskilnað veraldlegs valds og trúar. Þeir viðurkenna heldur ekki vestrænt tjáningarfrelsi, eins og sást í árásinni á ritstjórn Charlie Hebdo í ársbyrjun 2015.

Á vígvellinum í Frakklandi er vestrænt veraldlegt samfélag í baráttu við múslímska trúarmenningu.

 


mbl.is Búið að bera kennsl á ökumanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband