Línurit útskýrir Brexit og Trump

Breskt nei viđ ESB-ađild og almennur stuđningur viđ forsetaframbođ Donald Trump eru tvćr útgáfur af andófi gegn alţjóđavćđingu. Breski miđillinn Telegraph birtir línurit sem útskýringu á stórauknum efasemdum um ágćti alţjóđavćđingar.

Línuritiđ sýnir ađ rauntekjur millihópa á vesturlöndum drógust saman tvo áratugi fyrir kreppuna 2008. Lćgri tekjuhópar um víđan heim bćttu stöđu sína og efnafólk stórbćtti rauntekjurnar.

Millistéttin á vesturlöndum veitir ţeim pólitískan stuđning sem gagnrýna alţjóđavćđingu og krefjast endurskođunar á ríkjandi fyrirkomulagi.


Betra Bretland utan ESB

Ţćr raddir eru ţagnađar sem vildu ómerkja Brexit-atkvćđagreiđsluna 23. júní og halda Bretlandi inni í Evrópusambandinu í trássi viđ vilja ţjóđarinnar. Fjármálamarkađir taka Brexit í sátt og hćkka.

Nýr forsćtisráđherra Bretlands, Theresa May, mun á nćstu mánuđum virkja grein 50. í Lissabonsáttmálanum sem hleypir af stokkunum formlegu úrsagnarferli Bretlands úr Evrópusambandinu.

Úrsögn Breta úr ESB veldur til langs tíma pólitískum áherslubreytingum á Norđur-Atlantshafi. ESB-verđur í auknum mćli félagsskapur meginlandsţjóđa á međan Bretar munu treysta stöđu sína međ strandríkja í norđri og viđ Bandaríkin/Kanada í vestri.


mbl.is Vill byggja upp „betra Bretland“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 12. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband